Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 03. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Atletico samþykkja 70% launaskerðingu
Mynd: Getty Images
Leikmenn Atletico Madrid eru búnir að samþykkja að taka á sig 70% launalækkun svo félagið geti haldið áfram að borga öðru starfsfólki laun á meðan kórónaveiran ríður yfir.

Allir starfsmenn félagsins hafa skrifað undir sérstakan samning vegna kórónuveirunnar líkt og starfsmenn Barcelona eru búnir að gera. Leikmenn Barca tóku einnig á sig 70% launalækkun.

Atletico mun því halda áfram að greiða sínum 430 starfsmönnum sínum full laun þökk sé þessari fórn leikmanna.

Sífellt fleiri félög eru að tilkynna um launaskerðingar en slíkt má ekki gera í ensku úrvalsdeildinni án samþykkis frá leikmannasambandinu. Stjórnir úrvalsdeildarfélaga, ensku úrvalsdeildarinnar og neðri deildanna eru í viðræðum við stjórn leikmannasambandsins vegna ástandsins.
Athugasemdir
banner
banner