Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 03. júní 2021 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Icelandair
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu í dag
Af æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera komin til Íslands er æðisleg. Ég er búinn að vera rosalega lengi á Englandi, var fastur út af covid og það er svo æðsilegt að komast aðeins heim, hitta vinina og fjölskylduna, borða íslenskan mat. Það er alveg frábært en ég get samt ekki beðið eftir því að komast aftur út til Englands," sagði eldhress Jökull Andrésson, einn af markvörðum U21 árs landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Jökull er leikmaður Reading á Englandi en hann var á láni hjá bæði Exeter og Morecambe í League 2, ensku D-deildinnni, í vetur.

„Það er alltaf geggjað að koma á landsliðsæfingar. Það er gaman að hitta strákana og vera með Íslendingum í fótbolta. Eins og núna, ég tala svo mikið ensku alla daga að ég kann ekki lengur að tala íslensku inn á vellinum. Mér finnst ógeðslega gaman að vera með öllum hérna og öllu fólkinu í kring."

Er þetta öðruvísi stemning en að vera á æfingum úti?

„Já, það má alveg segja að þeir eru grófari á Englandi. Þeim er alveg sama hvað þeir segja. Ég hef alltaf verið fyrir íslenska banterinn þannig ég lít á mig sem heima þegar ég er hér."

Jökull var spurður út í tímann sinn hjá Exeter. Hann bjó í sumarbústað á meðan hann var hjá Exeter.

„Ég þurfti að búa í sumarbústað í marga mánuði, það var ekki neitt (inter)net. Það voru kindur þarna fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama því ég var að spila fótbolta á hverjum einasta degi og spila tvo leiki á viku. Peningar og allt það skiptir engu máli fyrir mig, að ég sé að spila og njóta er allt sem skiptir mig máli."

Sjá einnig:
Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"

Muntu alltaf bera sterkar tilfinningar til Exeter?

„Ég elska þennan klúbb. Þar náði ég að byrja atvinnumannaferilinn minn og það má ekki gleyma því. Það þarf að byrja einhvers staðar og ég er rosalega þakklátur fyrir tímann minn þar. Þetta er æðislegt félag með æðislega aðdáendur."

Nánar var rætt við Jökul og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner