Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 03. júní 2021 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Icelandair
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu í dag
Af æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera komin til Íslands er æðisleg. Ég er búinn að vera rosalega lengi á Englandi, var fastur út af covid og það er svo æðsilegt að komast aðeins heim, hitta vinina og fjölskylduna, borða íslenskan mat. Það er alveg frábært en ég get samt ekki beðið eftir því að komast aftur út til Englands," sagði eldhress Jökull Andrésson, einn af markvörðum U21 árs landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Jökull er leikmaður Reading á Englandi en hann var á láni hjá bæði Exeter og Morecambe í League 2, ensku D-deildinnni, í vetur.

„Það er alltaf geggjað að koma á landsliðsæfingar. Það er gaman að hitta strákana og vera með Íslendingum í fótbolta. Eins og núna, ég tala svo mikið ensku alla daga að ég kann ekki lengur að tala íslensku inn á vellinum. Mér finnst ógeðslega gaman að vera með öllum hérna og öllu fólkinu í kring."

Er þetta öðruvísi stemning en að vera á æfingum úti?

„Já, það má alveg segja að þeir eru grófari á Englandi. Þeim er alveg sama hvað þeir segja. Ég hef alltaf verið fyrir íslenska banterinn þannig ég lít á mig sem heima þegar ég er hér."

Jökull var spurður út í tímann sinn hjá Exeter. Hann bjó í sumarbústað á meðan hann var hjá Exeter.

„Ég þurfti að búa í sumarbústað í marga mánuði, það var ekki neitt (inter)net. Það voru kindur þarna fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama því ég var að spila fótbolta á hverjum einasta degi og spila tvo leiki á viku. Peningar og allt það skiptir engu máli fyrir mig, að ég sé að spila og njóta er allt sem skiptir mig máli."

Sjá einnig:
Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"

Muntu alltaf bera sterkar tilfinningar til Exeter?

„Ég elska þennan klúbb. Þar náði ég að byrja atvinnumannaferilinn minn og það má ekki gleyma því. Það þarf að byrja einhvers staðar og ég er rosalega þakklátur fyrir tímann minn þar. Þetta er æðislegt félag með æðislega aðdáendur."

Nánar var rætt við Jökul og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner