Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 03. júní 2021 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Icelandair
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu í dag
Af æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera komin til Íslands er æðisleg. Ég er búinn að vera rosalega lengi á Englandi, var fastur út af covid og það er svo æðsilegt að komast aðeins heim, hitta vinina og fjölskylduna, borða íslenskan mat. Það er alveg frábært en ég get samt ekki beðið eftir því að komast aftur út til Englands," sagði eldhress Jökull Andrésson, einn af markvörðum U21 árs landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Jökull er leikmaður Reading á Englandi en hann var á láni hjá bæði Exeter og Morecambe í League 2, ensku D-deildinnni, í vetur.

„Það er alltaf geggjað að koma á landsliðsæfingar. Það er gaman að hitta strákana og vera með Íslendingum í fótbolta. Eins og núna, ég tala svo mikið ensku alla daga að ég kann ekki lengur að tala íslensku inn á vellinum. Mér finnst ógeðslega gaman að vera með öllum hérna og öllu fólkinu í kring."

Er þetta öðruvísi stemning en að vera á æfingum úti?

„Já, það má alveg segja að þeir eru grófari á Englandi. Þeim er alveg sama hvað þeir segja. Ég hef alltaf verið fyrir íslenska banterinn þannig ég lít á mig sem heima þegar ég er hér."

Jökull var spurður út í tímann sinn hjá Exeter. Hann bjó í sumarbústað á meðan hann var hjá Exeter.

„Ég þurfti að búa í sumarbústað í marga mánuði, það var ekki neitt (inter)net. Það voru kindur þarna fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama því ég var að spila fótbolta á hverjum einasta degi og spila tvo leiki á viku. Peningar og allt það skiptir engu máli fyrir mig, að ég sé að spila og njóta er allt sem skiptir mig máli."

Sjá einnig:
Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"

Muntu alltaf bera sterkar tilfinningar til Exeter?

„Ég elska þennan klúbb. Þar náði ég að byrja atvinnumannaferilinn minn og það má ekki gleyma því. Það þarf að byrja einhvers staðar og ég er rosalega þakklátur fyrir tímann minn þar. Þetta er æðislegt félag með æðislega aðdáendur."

Nánar var rætt við Jökul og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner