Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 03. júní 2021 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Voru kindur fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama
Icelandair
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu í dag
Af æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin að vera komin til Íslands er æðisleg. Ég er búinn að vera rosalega lengi á Englandi, var fastur út af covid og það er svo æðsilegt að komast aðeins heim, hitta vinina og fjölskylduna, borða íslenskan mat. Það er alveg frábært en ég get samt ekki beðið eftir því að komast aftur út til Englands," sagði eldhress Jökull Andrésson, einn af markvörðum U21 árs landsliðsins, fyrir æfingu í dag.

Jökull er leikmaður Reading á Englandi en hann var á láni hjá bæði Exeter og Morecambe í League 2, ensku D-deildinnni, í vetur.

„Það er alltaf geggjað að koma á landsliðsæfingar. Það er gaman að hitta strákana og vera með Íslendingum í fótbolta. Eins og núna, ég tala svo mikið ensku alla daga að ég kann ekki lengur að tala íslensku inn á vellinum. Mér finnst ógeðslega gaman að vera með öllum hérna og öllu fólkinu í kring."

Er þetta öðruvísi stemning en að vera á æfingum úti?

„Já, það má alveg segja að þeir eru grófari á Englandi. Þeim er alveg sama hvað þeir segja. Ég hef alltaf verið fyrir íslenska banterinn þannig ég lít á mig sem heima þegar ég er hér."

Jökull var spurður út í tímann sinn hjá Exeter. Hann bjó í sumarbústað á meðan hann var hjá Exeter.

„Ég þurfti að búa í sumarbústað í marga mánuði, það var ekki neitt (inter)net. Það voru kindur þarna fyrir utan bústaðinn en mér var alveg sama því ég var að spila fótbolta á hverjum einasta degi og spila tvo leiki á viku. Peningar og allt það skiptir engu máli fyrir mig, að ég sé að spila og njóta er allt sem skiptir mig máli."

Sjá einnig:
Jökull býr í sumarbústað og spilar fótbolta - „Þetta er ekkert flókið"

Muntu alltaf bera sterkar tilfinningar til Exeter?

„Ég elska þennan klúbb. Þar náði ég að byrja atvinnumannaferilinn minn og það má ekki gleyma því. Það þarf að byrja einhvers staðar og ég er rosalega þakklátur fyrir tímann minn þar. Þetta er æðislegt félag með æðislega aðdáendur."

Nánar var rætt við Jökul og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner