Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 03. júní 2023 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári ánægður með fyrsta sigurinn: Þeir mega aðeins skemmta sér
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á Ísafirði, var léttur eftir 2-0 sigur á Njarðvík í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Vestri hafði tapað tveimur og gert tvö jafntefli en verið inn í flest öllum leikjunum.

Liðið hafði góðan sigur í dag og vonast Davíð til að byggja ofan á þetta.

„Já, við unnum fyrir þessu og ekki bara í þessum leik heldur í leikjunum á undan. Hef alltaf sagt að við þurftum smá að fá lukkuna með okkur og til að fá hana með þér þarftu að vera 'hard-working' og skila framlagi og við höfum gert það í öllum leikjum nema kannski í fyrsta leiknum í mótinu. Við gerðum það í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik en alltof passífir í seinni hálfleik og ekki nógu góðir. Við þurfum að fara yfir það að þeir höfðu von meðan staðan var bara 2-0 og við hefðum þurft að drepa leikinn.“

Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en það mikilvægasta var að vinna leikinn. Davíð hefði þó viljað sjá mark úr opnu spili en lætur þrjú stig duga í bili.

„Auðvitað vill maður það en sigur er sigur og við byggjum ofan á hann. Fullt af atriðum í þessum leik sem eru jákvæð og líka atriði sem eru ekki nægilega góð. Við þurfum að vinna í þeim og vonandi gerum við það strax fyrir næsta leik.“

Það er sjómannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík um helgina og fá leikmenn að fara á ball fyrir að hafa unnið leikinn.

„Já, þeir skiluðu ágætis starfi í dag þannig leikmenn mega aðeins skemmta sér, en það er æfing á morgun og allir klárir,“ sagði hann ennfremur en hann ræðir einnig pissuatvikið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner