Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 03. júní 2023 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári ánægður með fyrsta sigurinn: Þeir mega aðeins skemmta sér
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á Ísafirði, var léttur eftir 2-0 sigur á Njarðvík í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Vestri hafði tapað tveimur og gert tvö jafntefli en verið inn í flest öllum leikjunum.

Liðið hafði góðan sigur í dag og vonast Davíð til að byggja ofan á þetta.

„Já, við unnum fyrir þessu og ekki bara í þessum leik heldur í leikjunum á undan. Hef alltaf sagt að við þurftum smá að fá lukkuna með okkur og til að fá hana með þér þarftu að vera 'hard-working' og skila framlagi og við höfum gert það í öllum leikjum nema kannski í fyrsta leiknum í mótinu. Við gerðum það í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik en alltof passífir í seinni hálfleik og ekki nógu góðir. Við þurfum að fara yfir það að þeir höfðu von meðan staðan var bara 2-0 og við hefðum þurft að drepa leikinn.“

Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en það mikilvægasta var að vinna leikinn. Davíð hefði þó viljað sjá mark úr opnu spili en lætur þrjú stig duga í bili.

„Auðvitað vill maður það en sigur er sigur og við byggjum ofan á hann. Fullt af atriðum í þessum leik sem eru jákvæð og líka atriði sem eru ekki nægilega góð. Við þurfum að vinna í þeim og vonandi gerum við það strax fyrir næsta leik.“

Það er sjómannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík um helgina og fá leikmenn að fara á ball fyrir að hafa unnið leikinn.

„Já, þeir skiluðu ágætis starfi í dag þannig leikmenn mega aðeins skemmta sér, en það er æfing á morgun og allir klárir,“ sagði hann ennfremur en hann ræðir einnig pissuatvikið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir