Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 03. júní 2023 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári ánægður með fyrsta sigurinn: Þeir mega aðeins skemmta sér
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á Ísafirði, var léttur eftir 2-0 sigur á Njarðvík í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Vestri hafði tapað tveimur og gert tvö jafntefli en verið inn í flest öllum leikjunum.

Liðið hafði góðan sigur í dag og vonast Davíð til að byggja ofan á þetta.

„Já, við unnum fyrir þessu og ekki bara í þessum leik heldur í leikjunum á undan. Hef alltaf sagt að við þurftum smá að fá lukkuna með okkur og til að fá hana með þér þarftu að vera 'hard-working' og skila framlagi og við höfum gert það í öllum leikjum nema kannski í fyrsta leiknum í mótinu. Við gerðum það í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik en alltof passífir í seinni hálfleik og ekki nógu góðir. Við þurfum að fara yfir það að þeir höfðu von meðan staðan var bara 2-0 og við hefðum þurft að drepa leikinn.“

Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en það mikilvægasta var að vinna leikinn. Davíð hefði þó viljað sjá mark úr opnu spili en lætur þrjú stig duga í bili.

„Auðvitað vill maður það en sigur er sigur og við byggjum ofan á hann. Fullt af atriðum í þessum leik sem eru jákvæð og líka atriði sem eru ekki nægilega góð. Við þurfum að vinna í þeim og vonandi gerum við það strax fyrir næsta leik.“

Það er sjómannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík um helgina og fá leikmenn að fara á ball fyrir að hafa unnið leikinn.

„Já, þeir skiluðu ágætis starfi í dag þannig leikmenn mega aðeins skemmta sér, en það er æfing á morgun og allir klárir,“ sagði hann ennfremur en hann ræðir einnig pissuatvikið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner