Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   lau 03. júní 2023 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári ánægður með fyrsta sigurinn: Þeir mega aðeins skemmta sér
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra á Ísafirði, var léttur eftir 2-0 sigur á Njarðvík í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Vestri hafði tapað tveimur og gert tvö jafntefli en verið inn í flest öllum leikjunum.

Liðið hafði góðan sigur í dag og vonast Davíð til að byggja ofan á þetta.

„Já, við unnum fyrir þessu og ekki bara í þessum leik heldur í leikjunum á undan. Hef alltaf sagt að við þurftum smá að fá lukkuna með okkur og til að fá hana með þér þarftu að vera 'hard-working' og skila framlagi og við höfum gert það í öllum leikjum nema kannski í fyrsta leiknum í mótinu. Við gerðum það í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik en alltof passífir í seinni hálfleik og ekki nógu góðir. Við þurfum að fara yfir það að þeir höfðu von meðan staðan var bara 2-0 og við hefðum þurft að drepa leikinn.“

Bæði mörkin komu eftir fast leikatriði en það mikilvægasta var að vinna leikinn. Davíð hefði þó viljað sjá mark úr opnu spili en lætur þrjú stig duga í bili.

„Auðvitað vill maður það en sigur er sigur og við byggjum ofan á hann. Fullt af atriðum í þessum leik sem eru jákvæð og líka atriði sem eru ekki nægilega góð. Við þurfum að vinna í þeim og vonandi gerum við það strax fyrir næsta leik.“

Það er sjómannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík um helgina og fá leikmenn að fara á ball fyrir að hafa unnið leikinn.

„Já, þeir skiluðu ágætis starfi í dag þannig leikmenn mega aðeins skemmta sér, en það er æfing á morgun og allir klárir,“ sagði hann ennfremur en hann ræðir einnig pissuatvikið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner