Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi búinn að glíma við veikindi: Þá vissi ég að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   fim 03. september 2015 22:52
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Vá! Hef aldrei séð svona stuðning á útivelli
Icelandair
Aron fagnar.
Aron fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að hafa tekið sex punkta gegn Hollendingum í þessari undankeppni... það vantar lýsingarorð yfir það,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir magnaðan 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld.

„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“

Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:

„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“

Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.

„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner