Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   fim 03. september 2015 22:52
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Vá! Hef aldrei séð svona stuðning á útivelli
Icelandair
Aron fagnar.
Aron fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að hafa tekið sex punkta gegn Hollendingum í þessari undankeppni... það vantar lýsingarorð yfir það,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir magnaðan 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld.

„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“

Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:

„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“

Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.

„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner