Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 03. september 2015 22:52
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Vá! Hef aldrei séð svona stuðning á útivelli
Icelandair
Aron fagnar.
Aron fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að hafa tekið sex punkta gegn Hollendingum í þessari undankeppni... það vantar lýsingarorð yfir það,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir magnaðan 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld.

„Þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum, við hleyptum þeim bara ekki í það. Þetta er æðislegt.“

Varðandi stuðninginn frá íslensku áhorfendunum sagði Aron:

„Vá! Ég hef aldrei séð svona stuðning á útivelli frá mínum félagsliðum. Takk fyrir kærlega, það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og heyra meira í íslensku áhorfendunum en þeim hollensku. Vonandi klárum við bara Kasaka á sunnudag og lokum þessu alfarið.“

Aron bað um skiptingu í lok leiksins en hann verður klár fyrir leikinn gegn Kasakstan.

„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner