Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fim 03. september 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Eitt okkar mesta efni í leit að áhugamáli - „Án djóks er þetta bara fótbolti allan tímann"
Ísak Bergmann á U21 landsliðsæfingu í dag.
Ísak Bergmann á U21 landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænskir fjölmliðlar hafa mikið fjallað um einn efnilegasta fótboltamann Íslands, Ísak Bergmann Jóhannesson. Þessi sautján ára strákur hefur leikið fantavel fyrir Norrköping.

Ísak ræddi við Fótbolta.net í dag og var meðal annars spurður út í þessa fjölmiðlaathygli sem hann hefur fengið.

„Þegar það hefur gengið vel á maður sem minnst að vera að spá í það sem fjölmiðlamenn segja. Það er samt alltaf gaman þegar vel gengur að talað sé vel um mig. Þeir hafa sagt marga skemmtilega hluti en það truflar mig ekki. Ég spila bara minn leik og reyni að gera mitt besta fyrir Norrköping þegar ég fer út á völlinn," segir Ísak.

Ísak er gríðarlegur fótboltaheili og í raun er fótbolti hans eina áhugamál. Hann telur sig þó þurfa að finna eitthvað annað áhugamál til að geta stundum kúplað sig út úr boltanum í frítímanum sínum.

„Það er einmitt svolítið vandamál, án djóks er þetta bara fótbolti allan tímann. Þetta hefur bara verið þannig að ég spila fótbolta, horfi á fótbolta, hugsa um fótbolta og er í Football Manager. Ég veit ekki hvort þetta sé gott eða slæmt, að sumu leyti er þetta gott," segir Ísak.

„Eins og til dæmis núna hefur ekki gengið nægilega vel hjá liðinu og ég tek ábyrgðina of mikið á mig. Ég er yngstur í liðinu og þarf kannski stundum að ná að kúpla mig út með öðrum hlutum utan vallar. Hvort sem það er golf eða eitthvað annað, þú getur hringt í mig eftir tvo mánuði og þá er ég vonandi búinn að finna eitthvað!"

Sjá einnig:
Ísak telur sig mjög nálægt A-landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner