Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 03. september 2024 15:51
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Icelandair
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er yndisleg. Það er geggjað að vera kominn aftur," segir Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn sem er að búa sig undir leik gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag.

Gylfi hefur leikið fimmtán deildarleiki með Val á tímabilinu og í viðtali við Fótbolta.net í dag var hann spurður að því hvernig skrokkurinn hefði verið í sumar?

„Það var smá ströggl í byrjun, ég var með lítið brjósklos og fann mikið til í einhverjum leikjum. Meiðslin voru aðeins lengur en þau hefðu verið ef ég hefði hætt strax. Ég náði ekki mikið að æfa milli leikjanna en núna er lengra á milli leikja og mér líður mjög vel núna. Ég hef náð að æfa töluvert og er algjörlega verkjalaus núna."

Gylfi hefur talað um að drifkraftur sinn í boltanum í dag er að spila fyrir land og þjóð.

„Algjörlega. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að spila fyrir Ísland. Það er draumurinn að enda á öðru stórmóti."

Þarf að spá í hvað best sé að gera
Í Íþróttavikunni hjá 433 á dögunum voru vangaveltur um það hvort Gylfi mynda fara erlendis á lán eftir tímabilið hjá Val til að vera í betra leikformi fyrir komandi landsliðsglugga.

„Ég hef ekkert spáð í þess hingað til. Á tímabili var fókusinn algjörlega á Val og mig sjálfan, ná mér heilum og koma mér í toppstand. Þetta er eitthvað sem ég þarf að spá í núna, sérstaklega hvað varðar marsgluggann. Þetta er eitthvað sem ég þarf að setjast niður og hugsa út í á næstu dögum eða vikum. Ég þarf að spá í hvað er best að gera," segir Gylfi.

Frábært að ná einhverju af Tyrkjum úti
Eftir leikinn gegn Svartfjallalandi mun íslenska liðið fljúga til Tyrklands og mæta heimamönnum á mánudag. Hvað viljum við fá út úr þessum leikjum?

„Við viljum vinna heima, það er alltaf markmiðið. Tyrkland verður alltaf erfiðari leikur, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það hefur verið þannig hjá okkur að við viljum vinna alla leiki. En að ná stigi úti gegn Tyrkjum yrði frábært," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner