Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 03. september 2024 15:51
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Icelandair
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er yndisleg. Það er geggjað að vera kominn aftur," segir Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn sem er að búa sig undir leik gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag.

Gylfi hefur leikið fimmtán deildarleiki með Val á tímabilinu og í viðtali við Fótbolta.net í dag var hann spurður að því hvernig skrokkurinn hefði verið í sumar?

„Það var smá ströggl í byrjun, ég var með lítið brjósklos og fann mikið til í einhverjum leikjum. Meiðslin voru aðeins lengur en þau hefðu verið ef ég hefði hætt strax. Ég náði ekki mikið að æfa milli leikjanna en núna er lengra á milli leikja og mér líður mjög vel núna. Ég hef náð að æfa töluvert og er algjörlega verkjalaus núna."

Gylfi hefur talað um að drifkraftur sinn í boltanum í dag er að spila fyrir land og þjóð.

„Algjörlega. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að spila fyrir Ísland. Það er draumurinn að enda á öðru stórmóti."

Þarf að spá í hvað best sé að gera
Í Íþróttavikunni hjá 433 á dögunum voru vangaveltur um það hvort Gylfi mynda fara erlendis á lán eftir tímabilið hjá Val til að vera í betra leikformi fyrir komandi landsliðsglugga.

„Ég hef ekkert spáð í þess hingað til. Á tímabili var fókusinn algjörlega á Val og mig sjálfan, ná mér heilum og koma mér í toppstand. Þetta er eitthvað sem ég þarf að spá í núna, sérstaklega hvað varðar marsgluggann. Þetta er eitthvað sem ég þarf að setjast niður og hugsa út í á næstu dögum eða vikum. Ég þarf að spá í hvað er best að gera," segir Gylfi.

Frábært að ná einhverju af Tyrkjum úti
Eftir leikinn gegn Svartfjallalandi mun íslenska liðið fljúga til Tyrklands og mæta heimamönnum á mánudag. Hvað viljum við fá út úr þessum leikjum?

„Við viljum vinna heima, það er alltaf markmiðið. Tyrkland verður alltaf erfiðari leikur, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það hefur verið þannig hjá okkur að við viljum vinna alla leiki. En að ná stigi úti gegn Tyrkjum yrði frábært," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner