Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   þri 03. september 2024 15:51
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Icelandair
watermark Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Gylfi á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er yndisleg. Það er geggjað að vera kominn aftur," segir Gylfi Þór Sigurðsson sem er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn sem er að búa sig undir leik gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudag.

Gylfi hefur leikið fimmtán deildarleiki með Val á tímabilinu og í viðtali við Fótbolta.net í dag var hann spurður að því hvernig skrokkurinn hefði verið í sumar?

„Það var smá ströggl í byrjun, ég var með lítið brjósklos og fann mikið til í einhverjum leikjum. Meiðslin voru aðeins lengur en þau hefðu verið ef ég hefði hætt strax. Ég náði ekki mikið að æfa milli leikjanna en núna er lengra á milli leikja og mér líður mjög vel núna. Ég hef náð að æfa töluvert og er algjörlega verkjalaus núna."

Gylfi hefur talað um að drifkraftur sinn í boltanum í dag er að spila fyrir land og þjóð.

„Algjörlega. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að spila fyrir Ísland. Það er draumurinn að enda á öðru stórmóti."

Þarf að spá í hvað best sé að gera
Í Íþróttavikunni hjá 433 á dögunum voru vangaveltur um það hvort Gylfi mynda fara erlendis á lán eftir tímabilið hjá Val til að vera í betra leikformi fyrir komandi landsliðsglugga.

„Ég hef ekkert spáð í þess hingað til. Á tímabili var fókusinn algjörlega á Val og mig sjálfan, ná mér heilum og koma mér í toppstand. Þetta er eitthvað sem ég þarf að spá í núna, sérstaklega hvað varðar marsgluggann. Þetta er eitthvað sem ég þarf að setjast niður og hugsa út í á næstu dögum eða vikum. Ég þarf að spá í hvað er best að gera," segir Gylfi.

Frábært að ná einhverju af Tyrkjum úti
Eftir leikinn gegn Svartfjallalandi mun íslenska liðið fljúga til Tyrklands og mæta heimamönnum á mánudag. Hvað viljum við fá út úr þessum leikjum?

„Við viljum vinna heima, það er alltaf markmiðið. Tyrkland verður alltaf erfiðari leikur, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það hefur verið þannig hjá okkur að við viljum vinna alla leiki. En að ná stigi úti gegn Tyrkjum yrði frábært," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner