Naby Keita, leikmaður Werder Bremen, er líklega á förum frá félaginu aðeins ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið.
Keita yfirgaf Liverpool eftir að samningur hans rann út og í kjölfarið samdi hann við Werder Bremen. Þetta hefur alls ekki verið dans á rósum hjá honum en hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum.
Hann var mikið meiddur og þá neitaði hann að ferðast með liðinu í útileik gegn Leverkusen. Félagið setti hann í bann í kjölfarið og hann hefur auk þess ekki æft með liðinu á þessari leiktíð og er frjálst að finna sér nýtt félag.
Hann var nálægt því að ganga til liðs við Sunderland í Championship deildinni en náði ekki samkomulagi fyrir lok félagaskiptagluggans. Samkvæmt heimildum Guardian er hann í viðræðum við tyrkneska félagið Istanbul Basaksehir.