Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. desember 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lichtsteiner: Emery náði ekki til stærstu stjarna Arsenal
Stephan Lichtsteiner.
Stephan Lichtsteiner.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Unai Emery var rekinn frá Arsenal í síðustu viku eftir átján mánuði í stjórastarfinu.

Svisslendingurinn Stephan Lichtsteiner spilaði undir stjórn Emery en gekk í raðir Augsburg í Þýskalandi síðasta sumar.

„Að mínu mati er hann góður kennari, góður þjálfari. En hann átti kannski í smá vandræðum með stærstu stjörnurnar. Hann náði ekki til þeirra svo hann næði meiru úr þeim, fengi toppframmistöðu," segir Lichtsteiner.

Hann telur að skortur á reynslu sé ein af skýringunum á slöku gengi Arsenal.

„Gæðin sem ungu leikmennirnir hafa eru mikil en þú þarft að hafa leikmenn í kring sem geta aðstoðað þá. Stundum geta eldri leikmenn stýrt pressunni og gagnrýnina sem yngri leikmenn fá. Ég sé ekki leikmennina sem geta sýnt yngri leikmönnum hvernig eigi að hegða sér hjá stórum félögum og höndla pressuna um að vinna um hverja helgi. Kannski vantar reynslu."

Arsenal er í leit að nýjum stjóra en Freddie Ljungberg stýrir liðinu til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner