Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 04. janúar 2018 14:51
Magnús Már Einarsson
Martin Lund farinn frá Breiðabliki - Semur við félag í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski kantmaðurinn Martin Lund Pedersen hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og samið við Næsby í Danmörku.

Martin Lund skoraði fjögur mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni með Breiðabliki á síðasta tímabili.

Árið 2016 lék hann með Fjölni þar sem hann skoraði níu mörk í 22 leikjum.

Martin Lund er nú farinn til Næsby sem er í dönsku C-deildinni. Næsby gekk skelfilega fyrir áramót en liðið fékk einungis tvö stig í fjórtán leikjum.

Um er að ræða félag sem Martin Lund spilaði með árin 2013 og 2014.

„Ég er ánægður með að hafa skipt aftur í Næsby Boldklub. Þetta er félag sem stendur nærri hjarta mínu og ég á góðar minningar frá," sagði Martin Lund eftir undirskrift.

„Það var hér sem ég fékk draum minn uppfylltan með því að vera atvinnumaður í fótbolta."

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá ÍBV
Jonathan Hendrickx frá Leixoes

Farnir:
Dino Dolmagic
Ernir Bjarnason í Leikni R.
Kristinn Jónsson í KR
Martin Lund Pedersen í Næsby
Sólon Breki Leifsson í Vestra
Athugasemdir
banner
banner
banner