Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Mata: Það er súrrealískt að spila fyrir Man Utd
Juan Mata
Juan Mata
Mynd: Getty Images
Juan Mata, leikmaður Manchester United á Englandi, segist vera að lifa drauminn hjá félaginu og viðurkennir að það sé súrrealískt að spila fyrir þetta sigursæla knattspyrnulið.

Man Utd keypti Mata frá Chelsea árið 2014 en hann var ekki lengur í plönum Jose Mourinho og reyndist það henta Mata vel, enda lengi dreymt um að spila fyrir United.

Mata horfði á leikmenn á borð við Eric Cantona, David Beckham, Ryan Giggs og Paul Scholes spila fyrir United og á hann enn erfitt með að trúa því að hann spili fyrir félagið.

„Tilfinningin að vera að spila fyrir Manchester United er afar sérstök og í raun einstök. Það er stundum súrrealískt að vakna á morgnana og fara í æfingatreyjuna og svo spila á leikvangi þar sem leikmenn á borð við Eric Cantona, George Best, David Beckham, Ryan Giggs og Paul Scholes hafa spilað," sagði Mata.

„Þetta eru leikmenn sem ég horfði á spila þegar ég var krakki og þá sérstaklega Beckham, Scholes og Giggs. Núna er ég að spila fyrir þeirra félag og ég er svo stoltur af því," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner