Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. júlí 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær um Bellingham: Margar leiðir að sama áfangastað
Bellingham er mjög spennandi leikmaður.
Bellingham er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, ungstirni Birmingham, virðist vera á förum frá félaginu og að ganga í raðir þýska félagsins Borussia Dortmund.

Sjá einnig:
Bellingham verður leikmaður Dortmund

Manchester United hafði einnig áhuga á hinum sautján ára gamla miðjumanni en svo virðist sem að Dortmund sé tilbúið að lofa Bellingham bæði fleiri mínútum m.a. í Evrópuleikjum og hærri launum heldur en United.

Samkvæmt heimildum Times er hann búinn að fá samningstilboð upp á fimm ára samning og 54 þúsund pund í vikulaun frá Dortmund. United er sagt vera tilbúið að greiða Bellingham hærri laun en hin venjulegu 10 þúsund pund á viku en ekkert í nánd við upphæðina sem Dortmund er tilbúið að greiða.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í Bellingham í gær.

„Hvaða ungi leikmaður sem er þarf að taka ákvörðun sem þeir eru sáttir við og fara þangað sem þeir geta haft áhrif," sagði Solskjær. „Þegar þú ert 16-20 ára þá er þetta mikilvæg ákvörðun fyrir þessa leikmenn."

„Þeir eru með dæmi fyrir framan sig þar sem leikmen fara frá stóru félögunum til minni félaga og það gengur stundum ekki upp. Ég var 22 ára gamall þegar ég fór til Molde og 23 ára þegar ég kom hingað,"
sagði Solskjær í gær og bætti við: „John Arne Riise fór til Mónakó þegar hann var 16 og við báðir unnum Meistaradeildina á ferlinum. Það eru margar leiðir að sama áfangastað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner