Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofaná í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   mán 04. júlí 2022 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur alls ekki svekkt - „Mun alltaf gefa henni bandið"
Icelandair
Gunnhildur á æfingunni í dag.
Gunnhildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Þýskalandi í dag.

Gunnhildur var þar spurð út í fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Gunnhildur hefur verið með bandið í síðustu verkefnum, en Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt aftur í liðið og verður fyrirliði liðsins á EM.

„Ég er alls ekki svekkt,” segir Gunnhildur sem var með skemmtileg sólgleraugu í viðtalinu.

„Sara er búin að vera fyrirliði. Ég fékk þann heiður að bera það á meðan hún var í burtu. Ég vissi að þetta væri staðan. Hún er búin að vera fyrirliði í landsliðinu og er geggjaður leiðtogi. Ég mun alltaf gefa henni bandið. Hún er frábær leiðtogi, geggjaður leikmaður og á þetta skilið.”

Það skiptir örugglega ekki öllu máli hver verður fyrirliði liðsins á EM þar sem það eru margar raddir í liðinu. Fyrirliðinn á samt sem áður að vera helsti leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og hjálpa til við að halda góðum anda í hópnum.

„Það gæti hver sem er verið með fyrirliðabandið. Það er það góða við þetta lið. Við erum allar tilbúnar að stíga upp. Ég dýrka að vera í þessum hóp og það eru algjör forréttindi að vera hérna.”

Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið. Þar ræðir Gunnhildur aðeins um leikinn á móti Póllandi og svo framhaldið á EM.
Athugasemdir
banner
banner