Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mán 04. júlí 2022 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur alls ekki svekkt - „Mun alltaf gefa henni bandið"
Icelandair
Gunnhildur á æfingunni í dag.
Gunnhildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Þýskalandi í dag.

Gunnhildur var þar spurð út í fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Gunnhildur hefur verið með bandið í síðustu verkefnum, en Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt aftur í liðið og verður fyrirliði liðsins á EM.

„Ég er alls ekki svekkt,” segir Gunnhildur sem var með skemmtileg sólgleraugu í viðtalinu.

„Sara er búin að vera fyrirliði. Ég fékk þann heiður að bera það á meðan hún var í burtu. Ég vissi að þetta væri staðan. Hún er búin að vera fyrirliði í landsliðinu og er geggjaður leiðtogi. Ég mun alltaf gefa henni bandið. Hún er frábær leiðtogi, geggjaður leikmaður og á þetta skilið.”

Það skiptir örugglega ekki öllu máli hver verður fyrirliði liðsins á EM þar sem það eru margar raddir í liðinu. Fyrirliðinn á samt sem áður að vera helsti leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og hjálpa til við að halda góðum anda í hópnum.

„Það gæti hver sem er verið með fyrirliðabandið. Það er það góða við þetta lið. Við erum allar tilbúnar að stíga upp. Ég dýrka að vera í þessum hóp og það eru algjör forréttindi að vera hérna.”

Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið. Þar ræðir Gunnhildur aðeins um leikinn á móti Póllandi og svo framhaldið á EM.
Athugasemdir
banner
banner