Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 04. ágúst 2020 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Hojbjerg á leið til Tottenham - Walker-Peters fer til Southampton
Pierre-Emile Hojbjerg er að fara til Tottenham
Pierre-Emile Hojbjerg er að fara til Tottenham
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur náð samkomulagi við Southampton um kaup á danska landsliðsmanninum Pierre-Emile Hojbjerg, Enska blaðið Guardian greinir frá þessu í kvöld.

Hojbjerg hefur gefið Southampton það til kynna að hann vilji yfirgefa félagið í þessum glugga en samningur hans rennur út næsta sumar og ætlar hann ekki að framlengja við félagið.

Southampton hefur þó hingað til verið fast á kaupverðinu en Tottenham hefur nú gengið að því að borga 15 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Everton lagði einnig fram tilboð í Hojbjerg en hann vill heldur spila fyrir Jose Mourinho.

Samkvæmt Guardian hefur Southampton samþykkt tilboðið og mun því Hojbjerg ræða kaup og kjör við Tottenham á næstu dögum áður en hann skrifar undir langtímasamning hjá félaginu.

Southampton mun þá kaupa Kyle Walker-Peters frá Tottenham en hann var á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð. Southampton greiðir 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Samkvæmt ítalska íþróttafréttamanninum Fabrizio Romano er Tottenham þá að íhuga að selja Tanguy Ndombele til Inter en viðræður hafa verið í gangi síðustu daga en þó ekki komnar langt á veg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner