Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   fim 04. september 2014 20:27
Alexander Freyr Tamimi
Ármann Smári: Við vorum tilbúnir allir sem einn
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ármann Smári Björnsson, varnarmaður ÍA, var að vonum himinlifandi eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á ný í kvöld.

ÍA vann 2-0 sigur gegn KV á gervigrasinu í Laugardal og stigin þrjú dugðu Skagamönnum til að negla þátttökuréttinn í Pepsi-deildinni að ári.

,,Ég er mjög ánægður með að klára þetta, þá er þetta bara frá og við getum einbeitt okkur að því að spila síðustu tvo leikina og bæta okkar fótbolta og taka það með í Pepsi-deildina," sagði Ármann Smári við Fótbolta.net.

,,Ég held nú að þetta hafi verið verðskuldað. Við fáum helling af færum og skorum tvö mörk. Þeir eru svosum alltaf hættulegir en þeir voru nú ekki að skapa sér neitt fyrr en í restina."

Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og er Ármann ánægður með karakterinn í liðinu að koma sér strax aftur upp.

,,Ég held að það sýni bara að við vorum tilbúnir, allir sem einn. Stjórn, þjálfarar, leikmenn og nýir leikmenn. Það var alltaf markmiðið og það er komið núna. Við vorum kannski að spila leiki sem voru upp og niður en við unnum líka jafna leiki. Ég held að við eigum þetta fyllilega skilið."
Athugasemdir
banner
banner