Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 04. september 2014 20:27
Alexander Freyr Tamimi
Ármann Smári: Við vorum tilbúnir allir sem einn
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ármann Smári Björnsson, varnarmaður ÍA, var að vonum himinlifandi eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á ný í kvöld.

ÍA vann 2-0 sigur gegn KV á gervigrasinu í Laugardal og stigin þrjú dugðu Skagamönnum til að negla þátttökuréttinn í Pepsi-deildinni að ári.

,,Ég er mjög ánægður með að klára þetta, þá er þetta bara frá og við getum einbeitt okkur að því að spila síðustu tvo leikina og bæta okkar fótbolta og taka það með í Pepsi-deildina," sagði Ármann Smári við Fótbolta.net.

,,Ég held nú að þetta hafi verið verðskuldað. Við fáum helling af færum og skorum tvö mörk. Þeir eru svosum alltaf hættulegir en þeir voru nú ekki að skapa sér neitt fyrr en í restina."

Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og er Ármann ánægður með karakterinn í liðinu að koma sér strax aftur upp.

,,Ég held að það sýni bara að við vorum tilbúnir, allir sem einn. Stjórn, þjálfarar, leikmenn og nýir leikmenn. Það var alltaf markmiðið og það er komið núna. Við vorum kannski að spila leiki sem voru upp og niður en við unnum líka jafna leiki. Ég held að við eigum þetta fyllilega skilið."
Athugasemdir
banner
banner