Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   sun 04. október 2020 21:45
Baldvin Már Borgarsson
Tufa: Ég er góður í stærðfræði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tufa, aðstoðarþjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu fyrr í kvöld.

Valsmenn tóku á móti Gróttu á Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni og unnu sannfærandi 6-0 sigur.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

„Þetta var stór sigur, flott mörk sem við vorum að skora, ánægður með þrjú stig og ánægður með að halda hreinu. Það voru samt kaflar í fyrri hálfleik og í byrjun seinni þar sem við vorum sloppy og hleypum eiginlega Gróttu inn í leikinn aftur, þannig við viljum laga þá hluti.''

„Grótta er gott lið með skemmtilega stráka, Gústi Gylfa og Gummi Steinars eru að gera góða hluti með þetta lið, Grótta er búið að taka stig í Vesturbæ og Garðabæ þannig við undirbjuggum okkur vel í þetta.''


Aron Bjarna og Patrick Pedersen eru í fanta formi, það virðist fátt stoppa þá fyllyrðir Anton Freyr Jónsson, fréttaritari.

„Þú spurðir mig líka síðast um þessa gæja, þeir eru að standa sig hrikalega vel en mér fannst vörnin líka flott í dag með Hannes fyrir aftan, liðið snýst um liðið hjá okkur, alla leikmenn sem spila og koma inná líka.''

Má segja að Valsmenn séu komnir með fleiri fingur á titilinn en þegar Anton og Tufa ræddu saman síðast?

,,Já en ég er samt góður í stærðfræði og stærðfræði segir að það séu fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner