Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. desember 2020 23:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp varar sambandið við - „Annars bitnar það á Southgate"
Southgate á Laugardalsvelli
Southgate á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp er ekki mikill aðdáandi þess að fá einungis að skipta inn þremur leikmönnum í ensku deildinni. Það hefur margoft komið fram að hann vill fá fimm skiptingar í deildina líkt og var í gildi í 'Project Restart' í sumar.

Klopp er á því að það muni bitna verulega á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, ef ekki verður fjölgað skiptingum í deildinni. Klopp var allt annað en sáttur þegar fjöldi skiptinga var ekki á meðal umræðuefna á stjórnendafundi úrvalsdeildarinnar í gær.

„Næsta sumar mun þetta verða vandamál Gareth Southgate," sagði Klopp um skiptingarnar.

„Allir, eða langflestir þeirra leikmanna sem Gareth vill velja [í landsliðshópinn fyrir EM], spila í Evrópukeppnum. Flestir þeirra spila þrjá leiki í viku. Að gera það núna og svo aftur frá og með febrúar er heilmikið álag. Gareth mun fá það sem við færum honum ef við höldum okkur við þriggja skiptinga regluna. Það þarf að breyta þessu, annars er þetta orðið vandamál sem bitnar á Southgate."

Sjá einnig:
Klopp: Ég er ekki eins og Gary Neville
Athugasemdir
banner