Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 05. mars 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes áfram treyst þrátt fyrir skelfileg úrslit
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham er ekki að plana að reka stjórann David Moyes þrátt fyrir slæmt tap gegn Brighton í deildarleik í gær, laugardag.

Það hefur verið heitt undir Moyes síðustu vikur þar sem West Ham hefur ollið miklum vonbrigðum.

West Ham hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum, en ætlar samt sem áður að halda Moyes í starfi.

Frá þessu greinir Jacob Steinberg, fréttamaður hjá Guardian, en hann segir að það séu ekkert í plönum West Ham um að reka Skotann.

Fyrir tímabil var búist við að West Ham yrði í efri helmingi deildarinnar en liðið hefur verið í fallbaráttu allt tímabilið og er sem stendur aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner