Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tilkynnti fyrir rétt um mánuði að hanskar og skór væru komnir á hilluna. Sandra mætir á Heimavöllinn og fer yfir ferilinn sem spannar 21 tímabil í efstu deild en hún hættir sem langleikjahæsti leikmaður efstu deildar, tvöfaldur meistari og einn besti leikmaður landsliðsins á síðasta ári.
Á meðal efnis:
- Erfið ákvörðun og efasemdir
- Pæjumótsmeistari á Sigló
- Góð á miðjunni en hávöxnust sett í markið
- Umbreytingartímar í Garðabæ
- Sterkir persónuleikar höfðu áhrif í þjálfun
- Þrif og bras í Svíþjóð
- Valsarar tóku upp veskið
- Þolinmóðasti leikmaður Íslandssögunnar?
- Sló í gegn á EM í fjórðu tilraun
- Óbragð eftir besta leikinn
- Hápunktar og lágpunktar
- 10 titlar og langflestir leikir
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir