De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 05. maí 2023 00:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfossi
'No-brainer' ákvörðun hjá Emelíu - „Alltaf skemmtilegar bílferðir"
Skoraði í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
Emelía í leik með Kristianstad í Svíþjóð.
Emelía í leik með Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd: Kristianstad
Spilaði 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Spilaði 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: Kristianstad
Emelía fer hér yfir málin með föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þegar hún var leikmaður Gróttu.
Emelía fer hér yfir málin með föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þegar hún var leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á Íslandi í kvöld. Hún skoraði mark Selfoss í 1-2 tapi gegn Þrótti í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Þróttur R.

Þessi gríðarlega efnilegi leikmaður gekk í raðir Selfoss stuttu fyrir tímabilið á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Emelía, sem varð 17 ára í mars, spilaði í fyrra 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er bara frábært," segir Emelía í sínu fyrsta myndbandsviðtali við Fótbolta.net þegar hún er spurð að því hvernig það sé að vera komin heim.

„Það er búið að vera gott veður og mikil sól," sagði hún svo létt en veðuraðstæður voru svo sannarlega ekki góðar í kvöld.

„Það er frábært að vera komin heim til fjölskyldunnar og svona. Það er mjög huggulegt að vera á Selfossi. Það eru þægilegar bílferðir á milli og Sigga (Sigríður Theód. Guðmundsdóttir) er góður ökumaður. Við skemmtum okkur konunglega þegar við keyrum á milli."

Leikurinn í dag var ekki nægilega góður hjá Selfossliðinu og segir Emelía að það sé margt hægt að laga fyrir næsta leik. Hún segir þó að það hafi verið gaman að opna markareikninginn í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

'No-brainer'
Heyrst hefur að nokkur félög á Íslandi hafi sýnt Emelíu áhuga en hún valdi að ganga í raðir Selfoss. Hún segir að það hafi verið auðveld ákvörðun.

„Mér fannst þetta eiginlega 'no-brainer' því það er mjög gott samband á milli Bjössa og Beta," segir Emelía en Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, er fyrrum aðstoðarþjálfari Elísabetu Gunnarsdóttur í Kristianstad. „Svo er þetta bara mjög huggulegt og mjög þægilegt. Það eru frábærar stelpur í liðinu og ég sá ekki neitt rangt við þetta."

„Mér finnst nauðsynlegt að spila í 90 mínútur í hverjum leik núna. Þetta er gott umhverfi, gott þjálfarateymi og stelpurnar eru æði. Mér finnst allt frábært við þetta. Ég þarf að fá 90 mínútur til að öðlast reynslu."

Góð tónlist og mjög hár söngur
Eins og Emelía greindi frá í hinni hliðinni á dögunum þá er hún ekki komin með bílpróf en hún er nýkomin með aldur til að keyra. Hún fær því alltaf far úr höfuðborginni á æfingar með Sigríði Theódóru, liðsfélaga sínum.

„Sigga er mjög dugleg undir stýri, ég treysti henni fyrir lífi mínu á Hellisheiðinni. Það eru alltaf skemmtilegar bílferðir, góð tónlist og mjög hár söngur. Við erum eins og rispuð plata en kannski bætum við okkur," sagði Emelía létt.

Emelía, sem er af miklum fótboltaættum, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Selfossi en liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni. „Markmiðið er að taka þrjú stig í næsta leik, 100 prósent. Við gefum allt í þetta og það er bara upp, upp og áfram héðan frá."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Emelía meira um tímann í Svíþjóð og sumarið á Selfossi. Hún er lykilmaður í U19 landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner