Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
   fös 05. maí 2023 00:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfossi
'No-brainer' ákvörðun hjá Emelíu - „Alltaf skemmtilegar bílferðir"
Skoraði í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni
Emelía í leik með Kristianstad í Svíþjóð.
Emelía í leik með Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd: Kristianstad
Spilaði 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Spilaði 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: Kristianstad
Emelía fer hér yfir málin með föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þegar hún var leikmaður Gróttu.
Emelía fer hér yfir málin með föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þegar hún var leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á Íslandi í kvöld. Hún skoraði mark Selfoss í 1-2 tapi gegn Þrótti í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Þróttur R.

Þessi gríðarlega efnilegi leikmaður gekk í raðir Selfoss stuttu fyrir tímabilið á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Emelía, sem varð 17 ára í mars, spilaði í fyrra 15 leiki í sænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er bara frábært," segir Emelía í sínu fyrsta myndbandsviðtali við Fótbolta.net þegar hún er spurð að því hvernig það sé að vera komin heim.

„Það er búið að vera gott veður og mikil sól," sagði hún svo létt en veðuraðstæður voru svo sannarlega ekki góðar í kvöld.

„Það er frábært að vera komin heim til fjölskyldunnar og svona. Það er mjög huggulegt að vera á Selfossi. Það eru þægilegar bílferðir á milli og Sigga (Sigríður Theód. Guðmundsdóttir) er góður ökumaður. Við skemmtum okkur konunglega þegar við keyrum á milli."

Leikurinn í dag var ekki nægilega góður hjá Selfossliðinu og segir Emelía að það sé margt hægt að laga fyrir næsta leik. Hún segir þó að það hafi verið gaman að opna markareikninginn í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

'No-brainer'
Heyrst hefur að nokkur félög á Íslandi hafi sýnt Emelíu áhuga en hún valdi að ganga í raðir Selfoss. Hún segir að það hafi verið auðveld ákvörðun.

„Mér fannst þetta eiginlega 'no-brainer' því það er mjög gott samband á milli Bjössa og Beta," segir Emelía en Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, er fyrrum aðstoðarþjálfari Elísabetu Gunnarsdóttur í Kristianstad. „Svo er þetta bara mjög huggulegt og mjög þægilegt. Það eru frábærar stelpur í liðinu og ég sá ekki neitt rangt við þetta."

„Mér finnst nauðsynlegt að spila í 90 mínútur í hverjum leik núna. Þetta er gott umhverfi, gott þjálfarateymi og stelpurnar eru æði. Mér finnst allt frábært við þetta. Ég þarf að fá 90 mínútur til að öðlast reynslu."

Góð tónlist og mjög hár söngur
Eins og Emelía greindi frá í hinni hliðinni á dögunum þá er hún ekki komin með bílpróf en hún er nýkomin með aldur til að keyra. Hún fær því alltaf far úr höfuðborginni á æfingar með Sigríði Theódóru, liðsfélaga sínum.

„Sigga er mjög dugleg undir stýri, ég treysti henni fyrir lífi mínu á Hellisheiðinni. Það eru alltaf skemmtilegar bílferðir, góð tónlist og mjög hár söngur. Við erum eins og rispuð plata en kannski bætum við okkur," sagði Emelía létt.

Emelía, sem er af miklum fótboltaættum, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Selfossi en liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni. „Markmiðið er að taka þrjú stig í næsta leik, 100 prósent. Við gefum allt í þetta og það er bara upp, upp og áfram héðan frá."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Emelía meira um tímann í Svíþjóð og sumarið á Selfossi. Hún er lykilmaður í U19 landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner