Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 05. júlí 2022 22:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Guðmann Þórisson: Við vorum hörmulegir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög lélegir. Ég veit ekki hvort að þeir voru svona góðir en við vorum allavega hörmulegir og menn þurfa bara að fara í mjög mikla sjálfsskoðun eftir svona leik." Segir Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja eftir 2-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

Þessi sömu lið mættust líka í bikarnum fyrir stuttu og unnu Kórdrengir þar eftir framlengingu. Báðir leikirnir voru hörkuleikir.

„Við vorum inni í þessum leik þrátt fyrir að við vorum mjög lélegir. Þeir voru ekki að skapa neitt og svo missum við mann útaf og þá er þetta helvíti erfitt vegna þess að þeir halda vel í boltann og gerðu þetta mjög vel og héldu í boltann og biðu. Fyrir rauða spjaldið var þetta jafn leikur sem gat dottið báðum meginn."

Kórdrengir sitja nú í 9. sæti deildarinnar sem er töluvert neðar en þeir vonuðust eftir fyrir upphaf tímabilsins. Guðmann var spurður hvort hann liti á tímabilið sem vonbrigði.

„Stigasöfnununin er vonbrigði. Persónulega hefur mér fundist við mjög góðir í þessum leikjum sem við hefðum átt að fá stig út úr fyrir utan á mót HK og í dag. Við erum heppnir að það eru engin tvö lið sem eru að vinna alla leiki og eru langt á undan okkur. Stigasöfnunin hefur verið vonbrigði en frammistaðan fín"

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Þrótti Vogum sem eru langneðstir í deildinni. Guðmann lítur þó ekki að það sem léttan leik

„Í þessum efstu deildum eru engir léttir leikir og sérstaklega ef við mætum svona í leikina og þá skiptir engu máli hvort að liðið sé í síðasta sæti. Ég myndi ekki segja að það sé gott að fá Þrótt Vogum næst.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner