Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 05. júlí 2022 22:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Guðmann Þórisson: Við vorum hörmulegir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög lélegir. Ég veit ekki hvort að þeir voru svona góðir en við vorum allavega hörmulegir og menn þurfa bara að fara í mjög mikla sjálfsskoðun eftir svona leik." Segir Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja eftir 2-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

Þessi sömu lið mættust líka í bikarnum fyrir stuttu og unnu Kórdrengir þar eftir framlengingu. Báðir leikirnir voru hörkuleikir.

„Við vorum inni í þessum leik þrátt fyrir að við vorum mjög lélegir. Þeir voru ekki að skapa neitt og svo missum við mann útaf og þá er þetta helvíti erfitt vegna þess að þeir halda vel í boltann og gerðu þetta mjög vel og héldu í boltann og biðu. Fyrir rauða spjaldið var þetta jafn leikur sem gat dottið báðum meginn."

Kórdrengir sitja nú í 9. sæti deildarinnar sem er töluvert neðar en þeir vonuðust eftir fyrir upphaf tímabilsins. Guðmann var spurður hvort hann liti á tímabilið sem vonbrigði.

„Stigasöfnununin er vonbrigði. Persónulega hefur mér fundist við mjög góðir í þessum leikjum sem við hefðum átt að fá stig út úr fyrir utan á mót HK og í dag. Við erum heppnir að það eru engin tvö lið sem eru að vinna alla leiki og eru langt á undan okkur. Stigasöfnunin hefur verið vonbrigði en frammistaðan fín"

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Þrótti Vogum sem eru langneðstir í deildinni. Guðmann lítur þó ekki að það sem léttan leik

„Í þessum efstu deildum eru engir léttir leikir og sérstaklega ef við mætum svona í leikina og þá skiptir engu máli hvort að liðið sé í síðasta sæti. Ég myndi ekki segja að það sé gott að fá Þrótt Vogum næst.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner