Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   þri 05. júlí 2022 22:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Guðmann Þórisson: Við vorum hörmulegir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög lélegir. Ég veit ekki hvort að þeir voru svona góðir en við vorum allavega hörmulegir og menn þurfa bara að fara í mjög mikla sjálfsskoðun eftir svona leik." Segir Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja eftir 2-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

Þessi sömu lið mættust líka í bikarnum fyrir stuttu og unnu Kórdrengir þar eftir framlengingu. Báðir leikirnir voru hörkuleikir.

„Við vorum inni í þessum leik þrátt fyrir að við vorum mjög lélegir. Þeir voru ekki að skapa neitt og svo missum við mann útaf og þá er þetta helvíti erfitt vegna þess að þeir halda vel í boltann og gerðu þetta mjög vel og héldu í boltann og biðu. Fyrir rauða spjaldið var þetta jafn leikur sem gat dottið báðum meginn."

Kórdrengir sitja nú í 9. sæti deildarinnar sem er töluvert neðar en þeir vonuðust eftir fyrir upphaf tímabilsins. Guðmann var spurður hvort hann liti á tímabilið sem vonbrigði.

„Stigasöfnununin er vonbrigði. Persónulega hefur mér fundist við mjög góðir í þessum leikjum sem við hefðum átt að fá stig út úr fyrir utan á mót HK og í dag. Við erum heppnir að það eru engin tvö lið sem eru að vinna alla leiki og eru langt á undan okkur. Stigasöfnunin hefur verið vonbrigði en frammistaðan fín"

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Þrótti Vogum sem eru langneðstir í deildinni. Guðmann lítur þó ekki að það sem léttan leik

„Í þessum efstu deildum eru engir léttir leikir og sérstaklega ef við mætum svona í leikina og þá skiptir engu máli hvort að liðið sé í síðasta sæti. Ég myndi ekki segja að það sé gott að fá Þrótt Vogum næst.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner