Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
banner
   fim 05. september 2024 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gríðarleg ánægja í San Marínó - „Goðsagnir að eilífu"
Mynd: Getty Images

San Marino vann sinn fyrsta keppnisleik í kvöld þegar liðið lagði Liechtenstein 1-0 í Þjóðadeildinni.


Síðasti sigur liðsins kom einmitt gegn Liechtenstein í vináttulandsleik fyrir 20 árum síðan.

Það er aðili á samfélagsmiðlinum X sem hefur haldið úti stuðningsmannasíðu San Marino síðan árið 2019 og hefur stutt vel við bakið á liðinu þrátt fyrir mjög erfiða tíma.

Eins og búast má við var gríðarlegur fögnuður eftir sigurinn í kvöld.

„Þeir skrifuðu söguna, þeir verða goðsagnir að eilífu, verða þekktir sem gullkynslóð San Marínó. Þeir gerðu eitthvað sem við gátum ekki gert í 20 ár, í 140 leikjum, á 12.600 mínútum af fótbolta, sigur, andskotans sigur," skrifaði aðdáendasíða San Marínó á X.

San Marino 1 - 0 Liechtenstein
1-0 Nicko Sensoli ('53 )


Athugasemdir
banner
banner