Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 05. desember 2019 21:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Newcastle vann sterkan útisigur á Brammal Lane
Sheffield Utd 0 - 2 Newcastle
0-1 Allan Saint-Maximin ('15 )
0-2 Jonjo Shelvey ('71 )

Newcastle heimsótti í kvöld Sheffield United á Brammal Lane í Sheffield.

Allan Saint-Maximin kom gestunum yfir á 15. mínútu þegar hann stangaði fyrirgjöf Javier Manquillo í netið. Þetta var fyrsta mark Allan í úrvalsdeildinni. Skömmu áður fékk Oliver McBurnie gott færi hjá Sheffield en skaut rétt framhjá markinu.

Sheffield fékk tvö bestu færin það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora. Martin Dubravka sá við Oliver Norwood og McBurnie.

Jonjo Shelvey kom gestunm yfir á 70. mínútu með marki eftir sendingu frá Andy Carroll. Shelvey var aleinn gegn Dean Henderson og kláraði me góðu skoti. Upphaflega var flögguð rangstaða í uppbyggingu sóknarinnar en VAR leiðrétti aðstoðardómara og markið dæmt gott og gilt. Shelvey gerði vel að klára færið þar sem dómarinn var ekki búinn að flauta og stöðva leikinn vegna flaggsins hjá aðstoðardómaranum.

Sex mínútum var bætt við leikinn vegna VAR og fleiri tafa. Newcastle hélt út og tryggði sér því góðan útisigur. Bæði lið eru um miðja deild en Sheffield hefr nú leikið fjóra leiki í röð án þess að sigra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner