Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. desember 2022 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brasilía að valta yfir Suður Kóreu - „Maður vorkennir þeim"
Mynd: Getty Images

Brasilía var með sýningu í fyrri hálfleik gegn Suður Kóreu en staðan er 4-0.


Brasilía var komið með tveggja marka forystu eftir rúmlega 10 mínútna leik en Richarlison og Lucas Paqueta bættu tveimur mörkum við fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Á þessum tímapunkti finnur maður bara til með Suður Kóreu mönnum. Leikvangurinn er stór og það er erfitt að fela sig þarna. Maður vorkennir þeim og fer að óttast um að þetta endi í einhverju vitleysinga skori," sagði Arnar.

„Paulo Bento stillir þessu upp sem 4-4-2. Ég persónulega og Arnar held ég viljum ekki að Bento fari að eyðileggja stemninguna með því að gera eitthvað en útfrá sjónarhorni Suður Kóreu verður hann að stoppa þessa blæðingu því þeim fossblæðir. Brasilíumenn spila einfaldlega út úr pressunni og við það refsa þeim ennþá meira," sagði Óli Kristjáns.

Hér má sjá mörk þrjú og fjögur hjá Brössum:


Athugasemdir
banner