Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 06. október 2024 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur. Leikur tveggja topp liða sem stóð undir nafni, tvö virkilega góð lið, kaflaskiptur leikur og bæði lið fengu slatta af færum. Við viljum að leikirnir okkar séu skemmtilegir og ég held að þessi leikur hafi verið það, fyrir alla." Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Víkinga í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjörnumenn voru yfir 2-1 þegar það var komið langt inn í uppbótartíma. Þá jafnaði Óskar Örn Hauksson með þrumufleyg fyrir utan teig.

„Auðvitað vildum við klára þetta. Við vorum með unninn leik og við ætluðum að klára þetta. Við ætluðum að koma í dag og vinna, það er bullandi trú í liðinu og við áttum aldrei von á neinu öðru en að við myndum vinna þetta í dag. Auðvitað svekkjandi að ná ekki að klára það."

Stjörnumenn eru í mikilli baráttu við Val um að ná síðasta Evrópusætinu sem er í boði. Valur á leik við Breiðablik en þegar þessi frétt er skrifuð eru Valsarar 1-0 yfir í þeim leik. Ef leikar enda þannig, þá taka Valsarar þriggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tveir leikir eru eftir.

„Þetta er bara eins og þetta er og verður eins og þetta verður. Það er ekkert sem við getum gert, við bara höldum áfram með okkar. Það þýður ekkert að vera að horfa í töfluna núna, við þurfum bara að halda áfram að pæla í okkur sjálfum. Auðvitað frábært ef að leikurinn verður hagstæður fyrir okkur í kvöld, en við verðum samt sem áður á eftir Val í markatölu. Þannig þetta verður ennþá ekki í okkar höndum. Þannig það bara gerist sem gerist."

Samúel Kári Friðjónsson skrifaði undir samning hjá Stjörnunni í vikunni og mun leika með liðinu á næsta tímabili.

„Hann er öflugur leikmaður, og við auðvitað reynum að styrkja liðið, og hópinn. Hann passar þar, og kemur með gæði og reynslu, og mun auka samkeppnina í liðinu. Þetta er mjög spennandi leikmaður að fá inn í þennan hóp, við erum spenntir að fá hann. Ég held þetta sé bara virkilega sterkt fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner