Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   sun 06. október 2024 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur. Leikur tveggja topp liða sem stóð undir nafni, tvö virkilega góð lið, kaflaskiptur leikur og bæði lið fengu slatta af færum. Við viljum að leikirnir okkar séu skemmtilegir og ég held að þessi leikur hafi verið það, fyrir alla." Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Víkinga í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjörnumenn voru yfir 2-1 þegar það var komið langt inn í uppbótartíma. Þá jafnaði Óskar Örn Hauksson með þrumufleyg fyrir utan teig.

„Auðvitað vildum við klára þetta. Við vorum með unninn leik og við ætluðum að klára þetta. Við ætluðum að koma í dag og vinna, það er bullandi trú í liðinu og við áttum aldrei von á neinu öðru en að við myndum vinna þetta í dag. Auðvitað svekkjandi að ná ekki að klára það."

Stjörnumenn eru í mikilli baráttu við Val um að ná síðasta Evrópusætinu sem er í boði. Valur á leik við Breiðablik en þegar þessi frétt er skrifuð eru Valsarar 1-0 yfir í þeim leik. Ef leikar enda þannig, þá taka Valsarar þriggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tveir leikir eru eftir.

„Þetta er bara eins og þetta er og verður eins og þetta verður. Það er ekkert sem við getum gert, við bara höldum áfram með okkar. Það þýður ekkert að vera að horfa í töfluna núna, við þurfum bara að halda áfram að pæla í okkur sjálfum. Auðvitað frábært ef að leikurinn verður hagstæður fyrir okkur í kvöld, en við verðum samt sem áður á eftir Val í markatölu. Þannig þetta verður ennþá ekki í okkar höndum. Þannig það bara gerist sem gerist."

Samúel Kári Friðjónsson skrifaði undir samning hjá Stjörnunni í vikunni og mun leika með liðinu á næsta tímabili.

„Hann er öflugur leikmaður, og við auðvitað reynum að styrkja liðið, og hópinn. Hann passar þar, og kemur með gæði og reynslu, og mun auka samkeppnina í liðinu. Þetta er mjög spennandi leikmaður að fá inn í þennan hóp, við erum spenntir að fá hann. Ég held þetta sé bara virkilega sterkt fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner