Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 06. október 2024 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur. Leikur tveggja topp liða sem stóð undir nafni, tvö virkilega góð lið, kaflaskiptur leikur og bæði lið fengu slatta af færum. Við viljum að leikirnir okkar séu skemmtilegir og ég held að þessi leikur hafi verið það, fyrir alla." Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Víkinga í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjörnumenn voru yfir 2-1 þegar það var komið langt inn í uppbótartíma. Þá jafnaði Óskar Örn Hauksson með þrumufleyg fyrir utan teig.

„Auðvitað vildum við klára þetta. Við vorum með unninn leik og við ætluðum að klára þetta. Við ætluðum að koma í dag og vinna, það er bullandi trú í liðinu og við áttum aldrei von á neinu öðru en að við myndum vinna þetta í dag. Auðvitað svekkjandi að ná ekki að klára það."

Stjörnumenn eru í mikilli baráttu við Val um að ná síðasta Evrópusætinu sem er í boði. Valur á leik við Breiðablik en þegar þessi frétt er skrifuð eru Valsarar 1-0 yfir í þeim leik. Ef leikar enda þannig, þá taka Valsarar þriggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tveir leikir eru eftir.

„Þetta er bara eins og þetta er og verður eins og þetta verður. Það er ekkert sem við getum gert, við bara höldum áfram með okkar. Það þýður ekkert að vera að horfa í töfluna núna, við þurfum bara að halda áfram að pæla í okkur sjálfum. Auðvitað frábært ef að leikurinn verður hagstæður fyrir okkur í kvöld, en við verðum samt sem áður á eftir Val í markatölu. Þannig þetta verður ennþá ekki í okkar höndum. Þannig það bara gerist sem gerist."

Samúel Kári Friðjónsson skrifaði undir samning hjá Stjörnunni í vikunni og mun leika með liðinu á næsta tímabili.

„Hann er öflugur leikmaður, og við auðvitað reynum að styrkja liðið, og hópinn. Hann passar þar, og kemur með gæði og reynslu, og mun auka samkeppnina í liðinu. Þetta er mjög spennandi leikmaður að fá inn í þennan hóp, við erum spenntir að fá hann. Ég held þetta sé bara virkilega sterkt fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner