Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 06. október 2024 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur. Leikur tveggja topp liða sem stóð undir nafni, tvö virkilega góð lið, kaflaskiptur leikur og bæði lið fengu slatta af færum. Við viljum að leikirnir okkar séu skemmtilegir og ég held að þessi leikur hafi verið það, fyrir alla." Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Víkinga í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjörnumenn voru yfir 2-1 þegar það var komið langt inn í uppbótartíma. Þá jafnaði Óskar Örn Hauksson með þrumufleyg fyrir utan teig.

„Auðvitað vildum við klára þetta. Við vorum með unninn leik og við ætluðum að klára þetta. Við ætluðum að koma í dag og vinna, það er bullandi trú í liðinu og við áttum aldrei von á neinu öðru en að við myndum vinna þetta í dag. Auðvitað svekkjandi að ná ekki að klára það."

Stjörnumenn eru í mikilli baráttu við Val um að ná síðasta Evrópusætinu sem er í boði. Valur á leik við Breiðablik en þegar þessi frétt er skrifuð eru Valsarar 1-0 yfir í þeim leik. Ef leikar enda þannig, þá taka Valsarar þriggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tveir leikir eru eftir.

„Þetta er bara eins og þetta er og verður eins og þetta verður. Það er ekkert sem við getum gert, við bara höldum áfram með okkar. Það þýður ekkert að vera að horfa í töfluna núna, við þurfum bara að halda áfram að pæla í okkur sjálfum. Auðvitað frábært ef að leikurinn verður hagstæður fyrir okkur í kvöld, en við verðum samt sem áður á eftir Val í markatölu. Þannig þetta verður ennþá ekki í okkar höndum. Þannig það bara gerist sem gerist."

Samúel Kári Friðjónsson skrifaði undir samning hjá Stjörnunni í vikunni og mun leika með liðinu á næsta tímabili.

„Hann er öflugur leikmaður, og við auðvitað reynum að styrkja liðið, og hópinn. Hann passar þar, og kemur með gæði og reynslu, og mun auka samkeppnina í liðinu. Þetta er mjög spennandi leikmaður að fá inn í þennan hóp, við erum spenntir að fá hann. Ég held þetta sé bara virkilega sterkt fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner