Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   sun 06. október 2024 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur. Leikur tveggja topp liða sem stóð undir nafni, tvö virkilega góð lið, kaflaskiptur leikur og bæði lið fengu slatta af færum. Við viljum að leikirnir okkar séu skemmtilegir og ég held að þessi leikur hafi verið það, fyrir alla." Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Víkinga í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjörnumenn voru yfir 2-1 þegar það var komið langt inn í uppbótartíma. Þá jafnaði Óskar Örn Hauksson með þrumufleyg fyrir utan teig.

„Auðvitað vildum við klára þetta. Við vorum með unninn leik og við ætluðum að klára þetta. Við ætluðum að koma í dag og vinna, það er bullandi trú í liðinu og við áttum aldrei von á neinu öðru en að við myndum vinna þetta í dag. Auðvitað svekkjandi að ná ekki að klára það."

Stjörnumenn eru í mikilli baráttu við Val um að ná síðasta Evrópusætinu sem er í boði. Valur á leik við Breiðablik en þegar þessi frétt er skrifuð eru Valsarar 1-0 yfir í þeim leik. Ef leikar enda þannig, þá taka Valsarar þriggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tveir leikir eru eftir.

„Þetta er bara eins og þetta er og verður eins og þetta verður. Það er ekkert sem við getum gert, við bara höldum áfram með okkar. Það þýður ekkert að vera að horfa í töfluna núna, við þurfum bara að halda áfram að pæla í okkur sjálfum. Auðvitað frábært ef að leikurinn verður hagstæður fyrir okkur í kvöld, en við verðum samt sem áður á eftir Val í markatölu. Þannig þetta verður ennþá ekki í okkar höndum. Þannig það bara gerist sem gerist."

Samúel Kári Friðjónsson skrifaði undir samning hjá Stjörnunni í vikunni og mun leika með liðinu á næsta tímabili.

„Hann er öflugur leikmaður, og við auðvitað reynum að styrkja liðið, og hópinn. Hann passar þar, og kemur með gæði og reynslu, og mun auka samkeppnina í liðinu. Þetta er mjög spennandi leikmaður að fá inn í þennan hóp, við erum spenntir að fá hann. Ég held þetta sé bara virkilega sterkt fyrir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner