Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. desember 2021 10:35
Elvar Geir Magnússon
San Francisco 49ers mun eignast Leeds United að fullu
Ísland mætti Mexíkó í vináttulandsleik á heimavelli San Fransico árið 2018.
Ísland mætti Mexíkó í vináttulandsleik á heimavelli San Fransico árið 2018.
Mynd: Getty Images
San Francisco 49ers í ameríska NFL-fótboltanum mun taka fulla stjórn yfir enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United árið 2024 í samningi sem hleypur á yfir 400 milljónum punda.

Fjárfestingahópur San Fransisco, 49ers Enterprises, hefur verið að fjárfesta í Leeds og er með klásúlu um að eignast félagið að fullu í janúar 2024 í samingi sem inniheldur einnig eignarhald á Elland Road leikvangnum,

The Athletic segir að samkomulagið hafi verið gert í janúar á þessu ári en þá stækkaði hlutur 49ers upp í 37%. Samkvæmt fréttum þá gæti yfirtakan mögulega átt sér stað fyrir 2024.

Ítalinn Andrea Radrizzani á Leeds United í dag en hann keypti félagið 2017 fyrir 45 milljónir punda. Eftir að Leeds komst upp í úrvalsdeildina 2020 þá jókst verðmæti félagsins mikið.

Radrizzani seldi 10% hlut í félaginu til 49ers árið 2018 en sá hlutur hefur svo stækkað upp í 44%.

Radriazzani hefur sagt að samningarnir við 49ers gætu orðið lykillinn að því að hjálpa leeds að komast aftur í fremstu röð í enska boltanum. Hann segir að markmið félagsins sé að komast í topp sex og endurnýja Elland Road.

Marcelo Bielsa stýrði Leeds aftur upp í deild þeirra bestu eftir fall 2004 en liðið er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Brentford í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner