fös 07. janúar 2022 12:05
Elvar Geir Magnússon
Rangnick óttast að hann geti ekki leyst stóru vandamálin hjá liði Man Utd
Flest af vandamálum United voru til staðar áður en Rangnick var ráðinn til félagsins.
Flest af vandamálum United voru til staðar áður en Rangnick var ráðinn til félagsins.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, óttast að hann hafi hvorki tímann né áhrifin sem þarf til að leysa vandamál Manchester United á þeim tíma sem er eftir af tímabilinu.

Þetta segir í umfjöllun Daily Mail þar sem fram kemur að andrúmsloftið sé verulega eitrað innan herbúða liðsins. Mórallinn sé slæmur og um helmingur leikmanna vilji fara annað.

Sagt er að klefinn skiptist í fylkingar en United er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og spilamennskan verið döpur.

Sjá einnig:
Margir leikmenn Man Utd sagðir ósáttir
Phelan á að hreinsa andrúmsloftið í klefa Man Utd

Fullyrt er að Rangnick finnist hann ekki hafa nægan tíma til að gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Eftir tímabilið mun Þjóðverjinn taka við ráðgjafahlutverki hjá félaginu.

Þá er sagt að sú staðreynd að hann sé bráðabirgðastjóri veiki stöðu hans til að sannfæra leikmenn um að fylgja hans hugmyndafræði. Honum finnst erfitt að setja saman liðsheild úr leikmannahópnum.

Flest af vandamálum United voru til staðar áður en Rangnick var ráðinn til félagsins.

Það eru sagðar efasemdir innan leikmannahópsins um æfingar Þjóðverjans og gæði þeirra Chris Armas og Ewan Sharp sem teknir voru inn í þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner
banner