Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 07. maí 2021 20:50
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Ef ég myndi ráða myndi ég vilja spila á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfar KA var gríðarlega sáttur með að sækja 3 stig á Meistaravelli í 3-1 sigri KA gegn KR fyrr í kvöld. KA-menn voru hrikalega góðir fyrsta hálftíma leiksins og gerðu tvö mörk á þeim kafla sem reyndist of mikið fyrir KR-inga til að reyna að koma til baka og KA gerði endanlega út um leikinn á lokamínútum leiksins þegar KR-ingar settu allt púður í að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Maður er alltaf sáttur við að vinna leiki, að koma hingað og spila á móti gríðarlega öflugu KR liði að sækja 3 stig og skora 3 mörk, ég er bara gríðarlega sáttur við það að sækja fyrsta sigurinn.''

„Við dómineruðum fyrsta hálftímann og skorum tvö góð mörk, svo minnka þeir muninn í lok fyrri hálfleiks, það var held ég komið í uppbótartíma og þá ertu kominn með svolítið annan leik að fara í hálfleikinn með stöðuna 2-1 í staðinn fyrir 2-0.''

KA spilar sinn fyrsta heimaleik næstu helgi gegn Leiknismönnum, sá leikur mun fara fram á Dalvíkurvelli, þar sem eitt besta gervigras landsins er staðsett, sér Arnar fyrir sér að spila fleiri leiki þar?

„Ef ég myndi fá að ráða myndi ég vilja spila þar, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að spila á Greifavellinum, það er okkar heimavöllur.''

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar fer Arnar nánar í saumana á leiknum, leikplaninu, þróun á gang mála, meiðslastöðuna á leikmönnum liðsins og restina af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner