Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fös 07. maí 2021 20:50
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Ef ég myndi ráða myndi ég vilja spila á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfar KA var gríðarlega sáttur með að sækja 3 stig á Meistaravelli í 3-1 sigri KA gegn KR fyrr í kvöld. KA-menn voru hrikalega góðir fyrsta hálftíma leiksins og gerðu tvö mörk á þeim kafla sem reyndist of mikið fyrir KR-inga til að reyna að koma til baka og KA gerði endanlega út um leikinn á lokamínútum leiksins þegar KR-ingar settu allt púður í að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Maður er alltaf sáttur við að vinna leiki, að koma hingað og spila á móti gríðarlega öflugu KR liði að sækja 3 stig og skora 3 mörk, ég er bara gríðarlega sáttur við það að sækja fyrsta sigurinn.''

„Við dómineruðum fyrsta hálftímann og skorum tvö góð mörk, svo minnka þeir muninn í lok fyrri hálfleiks, það var held ég komið í uppbótartíma og þá ertu kominn með svolítið annan leik að fara í hálfleikinn með stöðuna 2-1 í staðinn fyrir 2-0.''

KA spilar sinn fyrsta heimaleik næstu helgi gegn Leiknismönnum, sá leikur mun fara fram á Dalvíkurvelli, þar sem eitt besta gervigras landsins er staðsett, sér Arnar fyrir sér að spila fleiri leiki þar?

„Ef ég myndi fá að ráða myndi ég vilja spila þar, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að spila á Greifavellinum, það er okkar heimavöllur.''

„Við erum fyrir norðan og þar hefur verið snjór ansi lengi, völlurinn er ekki upphitaður þannig að við þurfum ekki að vera snillingar til að átta okkur á því að vera með grasvöll á Akureyri er bara helvíti erfitt, svo er annað að æfingaaðstaðan varðandi gras er ekki mikil, það er líka erfitt þannig auðvitað myndi ég bara kjósa að vera með toppvöll eins og Dalvík er með, á Akureyri, það væri náttúrulega draumur í dós, en við spilum allavega þar á móti Leikni, svo kemur það bara í ljós.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar fer Arnar nánar í saumana á leiknum, leikplaninu, þróun á gang mála, meiðslastöðuna á leikmönnum liðsins og restina af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner