Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   fös 07. maí 2021 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta og bara frábær frammistaða í dag fannst mér. Við vorum þéttir, skoruðum 3 mörk og fengum færi til að skora fleiri en við erum bara á skýjunum með þetta. Þú vilt koma vagninum af stað í fyrsta leik og við gerðum það.“ Sagði sigurreifur þjálfari Grindvíkinga við fréttaritara eftir 3-1 sigur Grindavíkur á liði ÍBV suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Sigurður Bjartur Hallsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann skoraði gott mark á upphafsmínútum leiksins og virtist óþreytandi í því að atast í varnarlínu ÍBV í leiknum. Sigurbjörn sagði um Sigurð.

„Siggi er gríðarlega öflugur leikmaður og það sem Siggi hefur líka er þetta hugarfar sem hann er með. Hann er með hugarfar sigurvegarans, hann mætir og vinnur sína vinnu alltaf og er bara að uppskera.“

Grindvíkingum var spáð 4.sæti deildarinnar fyrir mót hér á Fótbolti.net á meðan að ÍBV var spáð því efsta. Vildi Sigurbjörna meina að Grindavík væri að senda skilaboð út í deildina að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni af fullri alvöru?

„Ég veit ekkert um það. Málið er að við erum eiginlega ekkert að bíta í okkur einhverjar spár. Ég sagði um daginn að það eru öll liðin góð í þessari deild og 7-8 lið sem geta verið spáð 1-2 sæti. En það breytir ekki neinu það hefur ekkert liðið unnið á einhverri spá.“

Það fer að líða að lokun félagaskiptagluggans. Eiga Grindvíkingar von á að bæta eitthvað við hópinn áður en að því kemur?

„Það kemur í ljós eins og maður hefur sagt. Við erum alveg að líta í kringum okkur en viljum vanda okkur. Það er einhverjir dagar eftir og það kæmi ekki á óvart þó það kæmi einhver,“

Sagði Sigurbjörn að lokum en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner