Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 07. maí 2021 21:22
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta og Þór mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í leik þar sem heimamenn báru sigur af hólmi 4-3 í skemmtilegum leik.

„Það var bara flugeldasýning hérna fyrir áhorfendur og þá sem voru að horfa á streymið okkar. Þetta var sjö mörk og bara hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Águsts Gylfasonar þjálfara Gróttu eftir leik kvöldsins.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Þór

„Þetta var kraftaleikur dálítið og við stýrðum þessu til að byrja með en síðan setja Þórsarar glæsilegt aukaspyrnumark á okkur og það setur okkur aðeins útaf laginu en við komum sterkir til baka og þetta var algjör flugeldasýning í seinni hálfleik."

Pétur Theódór Árnason var frábær í liði Gróttu í kvöld og skoraði þrennu. Ágúst Gylfason vonast til að hann haldi áfram á þessari braut.

„Alveg klárlega, hann þekkir það og byrjaði í dag alveg frábær og hann hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar."

Það vakti athygli að Hákon Rafn var ekki í byrjunarliðinu í dag. Hver var ástæðan á bak við það?

„Hákon á æfingu um daginn fær smá slink á hnéð og var tæpur fyrir leikinn þannig að það er ástæðan."

Viðtal í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner