Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 07. júlí 2022 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Jákvætt að fá aukaár í undirbúning - „Stórkostleg breidd"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk frekar 'smooth'. Við borðuðum í Puma í hádeginu í gær, beint upp á flugvöll, upp í vél og svo lentum við bara í Manchester," sagði Sif Atladóttir fyrir fyrstu æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið mun æfa á æfingasvæði Crewe Alexandra á meðan liðið tekur þátt í Evrópumótinu.

„Mér líst vel á svæðið, grasið er mjög grænt og lítur vel út. Við erum komnar í skrúfurnar og það verður bara gott að æfa á vellinum í dag."

Opnunarleikur EM fór fram í gærkvöldi á fullum Old Trafford. „Það var geðveikt að sjá það, maður fékk bara gæsahúð þegar maður heyrði og sá stemninguna. Þetta er draumi líkast."

EM átti upprunalega að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna heimsfaraldursins. Þrátt fyrir að vera aldursforseti í hópnum er Sif á því að þetta aukaár sem Ísland fékk í undirbúning sé jákvætt.

„Já, ég held það. Maður horfir bara á þetta sem jákvætt, fleiri leikir í undirbúning og Steini hefur fengið góðan undirbúning með liðið. Hann hefur spilað á mörgum leikmönnum, það vita allir hvaða hlutverki þeir gegna, það geta allir stigið inn ef það kemur eitthvað upp á. Ég held að breiddin sé stórkostleg," sagði Sif.

Viðtalið við hana er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Sjá einnig:
Þessi breidd er ekkert grín - Hægt að stilla upp í tvö sterk lið
Athugasemdir
banner