Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 07. ágúst 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Willian við það að semja við Arsenal
Arsenal er mjög nálægt því að ganga frá samningi við brasilíska leikmanninn Willian að sögn Sky Sports.

Hinn 31 árs gamli Willian er laus allra mála eftir að samningur hans hjá Chelsea rann út á dögunum.

Willian vildi fá þriggja ára samning hjá Chelsea en ekki tveggja eins og tilboð félagsins hljóðaði upp á.

Arsenal var tilbúið að bjóða þriggja ára samning og Willian ku nú vera mjög nálægt því að ganga til liðs við félagið.

Barcelona og Inter Miami hafa einnig verið að sýna Willian áhuga en allt bendir til þess að hann endi hjá Arsenal.
Athugasemdir