Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   mið 07. ágúst 2024 02:15
Sölvi Haraldsson
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Baldvin Már er kominn í undanúrslitin.
Baldvin Már er kominn í undanúrslitin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástþór.
Ástþór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleiknum, bæði lið voru að reyna að spila skemmtilegan fótbolta og pressa. Svo lendum við manni færri í seinni hálfleik og þurfum að breyta. Við þéttum liðið aðeins og Vængirnir áttu engin svör, þeir áttu bara engin færi held ég þegar við vorum manni færri.‘ sagði Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, eftir 3-1 sigur á Vængjum Júpíters í 8-liða úrslitum í Fótbolta.net bikarnum.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Ástþór Runólfsson fær annað gula spjaldið sitt og rautt í seinni hálfleik eftir að hafa verið nýbúinn að sleppa við að fá gult og rautt. Baldvin segir að hann hafi verið heimskur í atvikinu.

Ástþór er bara ógeðslega heimskur. Hann brýtur af sér við teiginn okkar og þeir skora úr þeirri aukaspyrnu. Hann var heppinn að fá ekki seinna gula þá. Ég var þá að undirbúa tvo menn til að koma inn á, Ástþór var einn af þeim sem átti að fara útaf. En á meðan það er í gangi tapar hann boltanum og fleygir sér í einhverja glórulausa tæklingu. Bara hárrétt (hjá dómaranum), hann átti að fá seinna gula og heppinn að fá það ekki fyrr.

Árbæingar voru kannski ósanngjarnt 2-0 yfir í hálfleik en Baldvin var ekki sáttur með frammistöðu hans manna í þá.

Mér fannst Vængirnir frekar góðir í fyrri hálfleik 11 á móti 11 og voru frekar óheppnir að vera 2-0 undir þannig séð. Við vorum gáfum þeim alltof mikið af sénsum og opnunum. En það var kannski bara uppleggið hjá okkur sem gerði það að verkum. En þeir voru bara lélegir að skora ekki og við nýtum tvö færi og förum með 2-0 inn í hálfleikinn. Það er bara gleðiefni fyrir okkur. Ég er samt ekki sáttur með hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist því við vorum ekki upp á okkar besta.

Árbæingar voru mjög góðir 10 á móti 11 í dag en Baldvin segir að uppleggið hafi gengið frábærlega upp.

Uppleggið manni færri gekk fullkomnlega upp. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en þeir fengu engin færi, bara eitthvað klafs og svona. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna 10 á móti 11.

Baldvin segir að nú sé komin full einbeiting á deildina en undanúrslitin í Fótbolta.net bikarnum byrja eftir að deildarkeppninni lýkur.

Nú tekur deildin alveg við. Við klárum deildina áður en það verða undanúrslitin í .net bikarnum. Við erum í raun búin að framlengja tímabilið okkar um tvær vikur miðað við önnur lið sem eru ekki í þessari keppni. Planið er að framlengja hana um tvær vikur. Nú er bara full einbeiting á deildina og svara fyrir ömurlegt tap í síðasta leik þar sem strákarnir voru bara drullulélegir. Það liggur við að það sjóði ennþá á mér eftir það en við sýndum gott svar í dag og unnum ágætis Vængjalið. Deildin fer á fullt núna, við þurfum að enda í topp 2 til að ná markmiðunum okkar. Svo er það bara undanúrslitin í þessum bikar sem er frábært.‘ sagði Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar eftir 3-1 sigur á Vængjum Júpíters.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner