Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 07. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Icelandair
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari er brattur fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jón Þór rétt fyrir æfingu í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór.

„Lettar hafa byrjað leikina sína mjög sterkt og komist yfir í öllum leikjunum."

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á það besta á morgun, völlurinn er laskaður og spáð er rigningu á meðan leik stendur.

„Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekkert. Það er einbeiting á það sem við erum að gera og við höfum það mikla reynslu í okkar hópi að það á ekki að hafa áhrif. Við höldum okkar rútínu fyrir leik," segir Jón Þór.

„Þessi leikur mun mikið snúast um fyrirgjafirnar hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir því að koma hingað til Lettlands til að spila leiftrandi sambafótbolta. Við þurfum að láta boltann ganga hratt í fáum snertingum og auðvitað viljum við að völlurinn sé eins góður og kostur er."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jón Þór meðal annars um vináttulandsleikinn gegn Frakklandi, stöðuna á hópnum og grímuna sem Dagný Brynjarsdóttir þarf að æfa og spila með.
Athugasemdir
banner