Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 07. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór: Gerum ekki ráð fyrir leiftrandi sambafótbolta hérna
Icelandair
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Jón Þór á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari er brattur fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Jón Þór rétt fyrir æfingu í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór.

„Lettar hafa byrjað leikina sína mjög sterkt og komist yfir í öllum leikjunum."

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á það besta á morgun, völlurinn er laskaður og spáð er rigningu á meðan leik stendur.

„Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekkert. Það er einbeiting á það sem við erum að gera og við höfum það mikla reynslu í okkar hópi að það á ekki að hafa áhrif. Við höldum okkar rútínu fyrir leik," segir Jón Þór.

„Þessi leikur mun mikið snúast um fyrirgjafirnar hjá okkur. Við gerum ekki ráð fyrir því að koma hingað til Lettlands til að spila leiftrandi sambafótbolta. Við þurfum að láta boltann ganga hratt í fáum snertingum og auðvitað viljum við að völlurinn sé eins góður og kostur er."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jón Þór meðal annars um vináttulandsleikinn gegn Frakklandi, stöðuna á hópnum og grímuna sem Dagný Brynjarsdóttir þarf að æfa og spila með.
Athugasemdir
banner
banner