Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 09:28
Magnús Már Einarsson
Tekur Pochettino við Manchester United?
Powerade
Mauricio Pochettino stjóri Tottenham er orðaður við Manchester United.
Mauricio Pochettino stjóri Tottenham er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Willy Boly er orðaður við Arsenal.
Willy Boly er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af slúðri í dag líkt og endranær!



Veðbankar hafa lækkað stuðulinn á að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn eftir tapið gegn Newcastle í gær. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, þykir líklegastur hjá veðbönkum til að taka við. (Sun)

Njósnarar frá Manchester United fylgdust með Moussa Dembele (23) framherja Lyon í leik í gær. (Mail)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er að íhuga tilboð í Willy Bolly (28) varnarmann Wolves. Bolly kostaði tíu milljónir punda þegar hann kom frá Porto í fyrra en Úlfarnir gætu nú selt hann fyrir tvöfalda þá upphæð. (Sun)

Real Madrid ætlar að berjast við Juventus um N'Golo Kante (28) miðjumann Chelsea. Real gæti borgað 70 milljónir punda fyrir Kante. (Mail)

Gllen Johnson, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að Harry Kane (26) eigi að fara frá Tottenham til Manchester City. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur ekki lengur áhuga á Donny van de Beek (22) miðjumanni Ajax eftir að hollenska félagið setti 35 milljóna punda verðmiða á hann. (Mirror)

Steve McMahon, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jurgen Klopp eigi að reyna að fá James Maddison miðjumann Leicester til félagsins. (Express)

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að kaupa fimm nýja leikmenn til að koma liðinu aftur á skrið. (Sun)

Gary Neville segir að United ætti að láta varaformanninn Ed Woodward hætta að skipta sér af fótboltalegri hlið félagsins. (Metro)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, hefur beðið Callum Wilson (27) að hlusta ekki á sögusagnir um að hann sé á leið til Manchester United. (Daily Echo')

AC Milan var nálægt því að reka þjálfarann Marco Giampaolo í hálfleik í sigrinum á Genoa um helgina. (SempreMilan)
Athugasemdir
banner
banner
banner