Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eto'o tjáir sig um hnésparkið - „Bið almenning afsökunar"
Samuel Eto'o
Samuel Eto'o
Mynd: Getty Images

Kamerún féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Katar en Samuel Eto'o forseti knattspyrnusambandsins þar í landi var mættur á leik Brasilíu og Suður Kóreu í 16 liða úrslitunum á mánudaginn.


Eftir leikinn lenti hann upp á kannt við mann sem reyndist vera Alsíringur sem endaði með því að Eto'o gaf manninum hnéspark í höfuðið. Eto'o hefur nú tjáð sig um atvikið.

„Ég vil biðjast afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi mínu og bregðast við á þann hátt sem er ekki í samræmi við persónuleikann minn. Ég bið almenning afsökunar á þessu óheppilega atviki," sagði Eto'o.

"Ég heiti því að halda áfram að standa gegn linnulausri ögrun og daglegri áreitni sumra stuðningsmanna Alsír. Reyndar, síðan viðureign Kamerún og Alsír þann 29. mars í Blida, hef ég orðið fyrir móðgunum og ásökunum um svindl án nokkurra sannana.

Þarna talar hann um leik Kamerún og Alsír sem Kamerún vann með sigurmarki þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir leiktímann í síðari hálfleik framlengingar þegar liðin léku um sæti á HM.

Alsíringar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og heimtuðu að fá að spila leikinn aftur en ekkert varð úr því.


„Öllum áfrýjunum sem Alsírska knattspyrnusambandið hefur lagt fram til þar til bærra lögsagnarumdæma hefur verið hafnað. Ég skora því á yfirvöld í Alsír og sambandið að axla ábyrgð sína til að binda enda á þetta óheilbrigða ástand áður en alvarlegri harmleikur verður," sagði Eto'o.

„Til aðdáenda Fennecs vil ég óska þess að þeir finni frið og takist að sigrast á vonbrigðum sársaukafulls ósigurs, sem nú er að baki."

Sjá einnig:
Eto'o gaf manni hnéspark fyrir utan leikvanginn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner