Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 08. mars 2021 14:15
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Bale búinn að losa sig við sálfræðileg sár
Gareth Bale hefur spilað fantavel að undanförnu.
Gareth Bale hefur spilað fantavel að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale hefur losað sig við „sálfræðileg sár" sem urðu þess valdandi að fór rólega af stað í endurkomu sinni til Tottenham.

Bale skoraði tvívegis í þægilegum 4-1 sigri Tottenham gegn Crystal Palace en Spurs hafa stimplað sig aftur inn í baráttuna um topp fjóra.

Bale, sem er á láni frá Real Madrid, hefur skorað sex mörk í síðustu sex leikjum og átt þrjár stoðsendingar.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd, hann er frábær leikmaður og það er ánægjulegt að vinna með leikmanni eins og honum," segir Mourinho.

Bale er 31 árs og kom til Tottenham þegar hann var að glíma við hnémeiðsli og fékk lítinn spiltíma í Madríd.

„Við höfum sýnt honum stuðning. Ég fann sálfræðileg sár á honum. Þegar þú hefur átt nokkur tímabil í gegnum meiðsli snýst þetta ekki um líkamleg meiðsli heldur andleg. Það kemur með ótta og óstöðugleika," segir Mourinho.

Hann segir að Bale þurfi að njóta jákvæða umtalsins sem er í kringum hann núna eftir að allir hafi efast um hann eftir fyrri helming tímabilsins.

Sjálfur segist velski sóknarleikmaðurinn vera að njóta sín vel.

„Ég hefði ekki komið ef ég teldi að ég hefði ekki eitthvað fram að færa. Þetta hefur tekið tíma en þannig er þetta í fótboltanum. Ég er laus við meiðsli núna og get vonandi haldið áfram á þessari braut," segir Bale.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner