Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 08. apríl 2022 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sóli Hólm spáir í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Sóli Hólm að leggja Sigurbirni Hreiðarssyni línurnar
Sóli Hólm að leggja Sigurbirni Hreiðarssyni línurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martinelli á að fara í Liverpool.
Martinelli á að fara í Liverpool.
Mynd: EPA
Gerrard pakkar Conte saman
Gerrard pakkar Conte saman
Mynd: EPA
Förin til fernu sagð'ann
Förin til fernu sagð'ann
Mynd: EPA
32. umferð ensku úrvasldeildarinnar fer fram um helgina. Umferðin hefst í kvöld með viðureign Newcatle og Wolves á St. James' Park.

Spámaður umferðarinnar er grínistinn Sóli Hólm. Sóli er þessa dagana með uppistandssýningar í Bæjarbíói. Sýningin heitir 'Sóli Hólm - LOKSINS eftirhermur' og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Kristjana Arnarsdóttir spáði í leiki síðustu umferðar og var með fjóra rétta.

Svona spáir Sóli, formaður Liverpool samfélagsins á Íslandi, leikjum helgarinnar:

Newcastle 1 - 1Wolves
Wolves eru frekar sannfærandi finnst mér en ég held að Eddie Howe sendi þá heim með aðeins eitt stig í poka.

Everton 1 - 1 Man Utd
Þetta verður steindauður og leiðinlegur leikur sem endar trúlega með 1-1 jafntefli. Hvorugt liðanna verður ánægt með þau úrslit.

Arsenal 3 - 0 Brighton
Arsenal er að fara að rúlla yfir þetta. Allur vindur farinn úr Brighton og Arteta er með project. Það er staðreynd en Martinelli á að fara til Liverpool.

Southampton 0 - 4 Chelsea
Ég held að þeir bláu mæti reiðir í þennan leik eftir skituna á móti Brentford og valti yfir Dýrðlingana.

Watford 2 - 1 Leeds
Þessi lið þurfa bæði að bíta í skjaldarrendur en eitthvað segir mér að Watford taki þetta á heimavelli.

Aston Villa 3 - 2 Tottenham
Stevie G. elskar að pakka Ítölum saman. Varð háður því eftir Istanbúl svo Conte á ekki von á góðu.

Brentford 3 - 1 West Ham
Það er svo mikill hiti í Brentford núna að ég sé þá ekki tapa á móti West ham. Eriksen skorar.

Leicester 1 - 2 Crystal Palace
Vieira er að gera frábæra hluti og gerir sér góða ferð til austur miðlands.

Norwich 0 - 1 Burnley
Það er ólíklegt að ég nenni að horfa á þennan leik en ég ætla að spá Burnley sigri til heiðurs tveimur Jóum sem hafa spilað fyrir liðið — Berg og Kalli.

Man City 1 - 3 Liverpool
Það er líklegt að ég horfi á þennan leik og ég er eiginlega kominn með hjartsláttartruflanir af spenningi — ekki stressi þó. Liverpool vinnur þetta 1-3 og Virgil skorar eitt markanna. Förin til fernu heldur áfram. #ibelieve

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Kristjana Arnars - 4 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - Áfram þrot hjá United og Everton gæti fallið
Fantabrögð - Lokaspretturinn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner