fös 11. mars 2022 23:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti spáir í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arnór Gauti í treyju Hönefoss
Arnór Gauti í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Þrenna frá Che
Þrenna frá Che
Mynd: EPA
Öruggur sigur í Guttagarði
Öruggur sigur í Guttagarði
Mynd: EPA
Þægilegur í miðjuhringnum
Þægilegur í miðjuhringnum
Mynd: EPA
Fókus!
Fókus!
Mynd: Getty Images
Á morgun hefst 29. umferðin í ensku úrvalsdeildinni með viðureign Brighton og Liverpool í hádeginu. Tveir leikir eru í viðbót á laugardag, sex leikir á sunnudag og umferðinni lýkur svo með viðureign Crystal Palace og Manchester City á Selhurst Park.

Spámaður umferðarinnar er Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Hönefoss í Noregi. Arnór er sóknarmaður sem lék á láni frá Fylki hjá Aftureldingu síðasta sumar.

Venni Páer spáði í leiki síðustu umferðar og var með sex leiki rétta.

Svona spáir Arnór leikjum umferðarinnar:

Brighton 0 - 2 Liverpool
Held að þetta verði einfaldur sigur Liverpool manna. Minn maður Roberto Sanchez á hinsvegar eftir að eiga stórleik en það er ekkert sem stoppar Salah á þessum tímapunkti, 2-0 lokatölur.

Brentford 1 - 1 Burnley
Einn vel þurr leikur, bæði lið eru þó með mjög skemmtilega strikera í Toney og Weghorst. Þessi leikur fer 1-1 og þeir með mörkin.

Man Utd 0 - 3 Tottenham
Ef hjólhýsið hann Harry Maguire verður í byrjunarliðinu er þetta einfaldur 3-0 sigur Tottenham manna. Það er átakanlegt að horfa upp á þennan mann reyna spila fótbolta. Kane mun þakka fyrir sig með tvennu og Kulusevski þriðja.

Chelsea 2 - 1 Newcastle
Chelsea hefur verið mikið í sviðsljósinu þessa dagana með Abramovich svo ætli ég taki ekki bara Mike Brown á þetta og segi annað hvort tapa þeir, vinna eða gera jafntefli. Nei 2-1 fyrir Chelsea og þungur Lukaku fær ekki að sjá völlinn.

Everton 0 - 3 Wolves
Everton er með einhverju slökustu vörn sem hefur sést í deild þeirra bestu, þessi leikur mun ekki hjálpa þeim. 3-0 fyrir Portúgal.

Leeds 2 - 1 Norwich
Leeds tekur sinn fyrsta sigur hér í virkilega langan tíma. Norwich er eins og fulli frændinn á ættarmótum, enginn nennir honum en samt mætir hann alltaf ár eftir ár. 2-1 Leeds.

Southampton 4 - 0 Watford
Watford verða teknir í kennslustund á sunnudaginn klukkan 2. 4-0 verða lokatölur. Che Adams verður á skotakónnun einföld þrenna frá honum og auðvitað kemur besti spyrnumaður deildarinnar JWP með eitt úr aukaspyrnu.

West Ham 1 - 3 Aston Villa
Þetta verður helvíti skemmtilegur leikur, tvö virkilega skemmtileg lið en miðað við hvernig Coutinho er að spila núna er þetta ekki spurning, 3-1 sigur Villa. Ings með 2 og óvæntur Cash með eitt í lokin. Mings mun gera sín venjulegu hauskúpu mistök í leiknum og Antonio fær eitt mark gefins.

Arsenal 3 - 1 Leicester
Arsenal menn búnir að vera heitir síðustu vikur og vinur minn Filip Marcin Sakaluk er búinn að vera duglegur að láta mig vita af því. Svo lokatölur verða 3-1. Norðmaðurinn Martin Ødegaard hendir í óvænta þrennu af stollum.

Crystal Palace 0 - 4 Man City
Heitasta lið í Evrópu að fara rassskella Zaha og co. 4-0 lokatölur Ederson mun chilla á miðjulínunni allan leikinn.

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - Stöðnun hjá United og ömurleg líðan gegn West Ham
Enski boltinn - Chelsea í fordæmalausri stöðu
Fantabrögð - Frekjuköst og forföll
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner