Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fös 01. apríl 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristjana Arnars spáir í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eriksen hefur spilað vel eftir endurkomuna á völlinn.
Eriksen hefur spilað vel eftir endurkomuna á völlinn.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Á morgun hefst 30. umferðin í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Watford í hádegisleiknum. Sex leikir eru til viðbótar á laugardeginum, tveir á sunnudeginum og umferðinni lýkur svo með viðureign Crystal Palace og Arsenal á mánudag.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV og spyrill í Gettu betur, spáir í leiki umferðarinnar.

Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Hönefoss í Noregi, spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm rétta.

Svona spáir Kristjana leikjum umferðarinnar:

Liverpool 1-0 Watford
Þetta verður strembinn leikur fyrir Liverpool, margir að koma úr landsleikjatörn og það verður eitthvað smá basl á heimamönnum. Þeim tekst þó að sækja þessi þrjú stig sem skipta víst öllu máli.

Brighton 2-0 Norwich
Þetta er einn verulega óspennandi leikur, guð hjálpi mér. Það er löngu hætt að vera gaman hjá Norwich, Brighton verður skárra liðið í þessum leik og nær að pota inn tveimur.

Burnley 0-3 Manchester City
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez verða í stuði og sjá um mörkin á Turf Moor. Burnley verður bara áfram í sama baslinu, því miður.

Chelsea 2-1 Brentford
Eigum við ekki að segja að Christian Eriksen spili og að hann haldi dampi og skori fyrir Brentford eftir þessa glimrandi fínu landsleiki. Chelsea heldur samt sigurgöngu sinni í deildinni áfram og vinnur, þó svo að sigurinn verði ekki stór.

Leeds 2-0 Southampton
Ég er auðvitað mikill laumu-Leedsari svo ég spái þeim 2-0 sigri. Bandaríkjamaðurinn á hliðarlínunni er stemningsmaður og hann tekur þessi þrjú stig á Elland Road og Leeds nær að rífa sig aðeins frá fallsvæðinu.

Wolves 0-0 Aston Villa
Ekkert að frétta hér.

Manchester United 2 - 1 Leicester
Ég ætla rétt að vona að Bruno Fernandes mæti með læti eftir mörkin sín fyrir Portúgal og glænýjan samning í farteskinu. Maður minn lifandi hvað ég vona að United vinni þennan leik og þess vegna spái ég þeim sigri.

West Ham 2 - 0 Everton
Þrátt fyrir þennan stórundarlega sigur Everton á Newcastle í síðustu umferð mun West Ham klára þenna leik heldur þægilega. Hamrarnir eru líka ennþá hátt uppi eftir Evrópudeildarfjörið gegn Sevilla.

Tottenham 2 - 0 Newcastle
Það er mjög auðvelt að halda með Eddie Howe en Tottenham verður aðeins of stór biti fyrir Newcastle.

Crystal Palace 1-1 Arsenal
Þetta verður þrælskemmtilegur leikur. Palace er búið að vera í stuði upp á síðkastið og ég held að heimamenn muni skemma aðeins fyrir Arsenal. Spáum jafntefli og fáum smá hasar í baráttuna um þetta fjórða sæti.

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enska hringborðið - Háspenna um alla deild
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner