mán 08. ágúst 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í þessari viku
Logi Tómasson, leikmaður bikarmeistara Víkings.
Logi Tómasson, leikmaður bikarmeistara Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átta liða úrslit í Mjólkurbikar karla hefjast í vikunni en leikirnir verða allir sýndir beint á RÚV.

Á miðvikudaginn kl. 18:00 tekur KA á móti Ægi á nýja Greifavellinum og á fimmtudaginn kl. 18:00 taka Kórdrengir á móti FH á Framvelli í Safamýri.

Hinir tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara ekki fram fyrr en í næstu viku vegna þátttöku Víkings og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu.

Fimmtudaginn 18. ágúst taka Íslands- og bikarmeistarar Víkings á móti KR á heimavelli hamingjunnar og hefst sá leikur klukkan 20:00. Föstudaginn 19. ágúst tekur HK á móti Breiðabliki í Kórnum og hefst sá leikur einnig klukkan 20:00.

Undanúrslit fara fram 31. ágúst og 1. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður spilaður 1. október á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner