PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 08. september 2024 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Koma Textor gæti kostað Dyche starfið hjá Everton
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Everton, gæti misst starf sitt ef viðskiptamanninum John Textor tekst að ganga frá kaupum á félaginu.

Textor er í viðræðum um kaup á Everton en hann þarf fyrst að selja hlut sinn í Crystal Palace. Það er ferli sem gæti tekið nokkra mánuði áður en yfirtakan á Everton verður frágengin.

Sun segir að yfirtakan gæti kostað Dyche starfið.

Samkvæmt sömu heimildum er Textor mikill aðdáandi portúgalska þjálfarans Alex Ferreira, sem gerði brasilíska liðið Palmeiras að deildarmeistara á síðasta tímabili.

Ferreira er samningsbundinn Palmeiras út 2025 og myndi því Everton þurfa að greiða brasilíska félaginu til að fá hann lausan en það yrði ekki hindrun fyrir Textor.

Sæti Dyche er talið ansi heitt þessa stundina en Everton hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner