Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 08. október 2019 11:40
Magnús Már Einarsson
Ingvar skiptir um félag í janúar - Hefur heyrt í íslenskum félögum
Icelandair
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Rúnar Alex ákvað að draga sig úr hópnum þar sem kærasta hans á von á barni á næstu dögum.

Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út.

„Þetta hafa verið flóknir mánuðir. Ég hafnaði framlengingu við þá og er að renna út af samningi um áramótin. Á lokadegi gluggans sóttu þeir U21 markvörð Englands til að vera í rammanum allt tímabilið. Ég er að fara frá þeim í janúar og er að skoða mína möguleika. Ég er opinn fyrir flestu," sagði Ingvar við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef heyrt í íslenskum klúbbum og það er eitthvað sem ég skoða eins og annað. Ég er bæði spenntur fyrir því að koma heim og vera í lykilhlutverki en það eru forréttindi að vera úti í atvinnumennsku og það kitlar líka. Ég ætla að sjá til hvað gerist."

Ingvar var fyrr í haust orðaður við sitt gamla félag Stjörnuna en hvaða íslensku félög hefur hann rætt við? „Ég kem með hundleiðinlegt svar núna. Það er no comment," sagði Ingvar að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir