Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 08. nóvember 2019 14:16
Magnús Már Einarsson
Allt það helsta af fréttamannafundi Guardiola fyrir stórleikinn
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mætti á fréttamannafund í dag fyrir stórleikinn gegn Liverpool á sunnudag. Sjáum það helsta sem Guardiola hafði að segja.

Er titilbaráttan búin ef Livepool vinnur?
„Ég veit það ekki. Þetta endar aldrei í nóvember. Reynslan er til staðar í hópnum til að berjast til enda. Á sunnudaginn og í hinum leikjunum. Liverpool tapaði einungis einum leik á síðasta tímabili og engum á þessu tímabili....en það getur margt gerst."

Um keppnina við Liverpool
„Fyrir mig sem stjóra, þá var síðasta tímabil besta baráttan sem ég hef átt við lið á ferlinum. Núna eru þeir eitt sterkasta lið í heimi. Við munum reyna að fylgja okkar plani í þessum leik. Þegar Klopp tók við liðinu þá voru þeir ekki líklegir en á þremur eða fjórum árum byggði hann eitthvað magnað."

Um mögulega árás stuðningsmanna Liverpool á rútu City
„Vonandi gerist þetta ekki aftur. Lögreglan vissi af þessu þá. Ég veit ekki hvort lögreglan sé að gera eitthvað öðruvísi í undirbúningi núna."

Um áhrif Jurgen Klopp á Liverpool
„Hann hefur haft mikil áhrif. Liverpool gat ekki barist um titilinn af alvöru þegar hann tók við en á þremur til fjórum árum hefur hann breytt því."

Um Anfield
„Í augnablikinu myndi ég segja að þetta sé erfiðasti leikvangurinn í Evrópu. Ég elska andrúmsloftið þar. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu, til að upplifa svona."

Sjá einnig:
Guardiola reiður: Við töpum ekki leiknum út af Bravo
Ederson ekki með gegn Liverpool
Allt það helsta af fréttamannafundi Klopp fyrir stórleikinn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner