Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Stígur Diljan á leið heim frá Ítalíu?
Stígur Diljan Þórðarson
Stígur Diljan Þórðarson
Mynd: Benfica
Stígur Diljan Þórðarson, leikmaður Triestina á Ítalíu, verður laus allra mála á næstu dögum en hann vinnur nú að því að rifta samningi sínum við félagið.

Víkingurinn gekk í raðir Triestina frá Benfica í sumarglugganum en aðeins leikið tvo leiki.

Þessi 18 ára gamli vængmaður er fastamaður í U19 ára landsliði Ísland og þykir mikið efni hann samdi við portúgalska stórveldið Benfica fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með Víkingi hér á landi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Stígur að reyna fá sig lausan hjá Triestina og má gera ráð fyrir því að það verði frágengið á næstu dögum.

Hann hefur verið orðaður við heimkomu og er uppeldisfélagið sagður líklegasti áfangastaður hans.

Það myndi styrkja Víkingshópinn enn frekar að fá hann inn en Stígur á 19 landsleiki að baki fyrir yngri landsliðin og skorað 5 mörk.

Þá spilaði hann tvo leiki í deild- og bikar með Víkingum fyrir tveimur árum. Hann kom inná í 4-1 sigrinum á Keflavík í apríl það árið og spilaði einnig í 7-0 sigrinum á Haukum í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner