Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
   lau 09. janúar 2016 12:53
Ívan Guðjón Baldursson
Guðni Bergs: Stefnir í gjaldþrotameðferð hjá Bolton
Guðni Bergsson, fyrrverandi varnarmaður Tottenham og Bolton, var á línunni í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 og ræddi um slæmt ástand innan síns gamla félags sem er á botni ensku Championship deildarinnar með 17 stig úr 25 leikjum.

Guðni segir það leiðinlegt að horfa upp á sitt gamla félag vera á leið niður í ensku C-deildina og mögulega á leið í gjaldþrotameðferð.

„Þetta hefur verið þróunin undanfarin ár eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni. Fjárhagurinn hefur ekki verið góður og það hefur verið illa haldið á málum og jafnt og þétt hefur leikmannahópurinn veikst og skuldirnar aukist," sagði Guðni.

„Þetta lítur ekki vel út, ef fram heldur sem horfir þá fer liðið auðvitað bara niður um deild og jafnvel hætta á að klúbburinn fari í gjaldþrotameðferð.

„Liðið er bara búið að vinna tvo leiki í deildinni, það eru þung óveðurskýin og þungt í aðdáendum liðsins og menn eru að vona að það komi einhver nýr eigandi að þessu með fjármagn og þetta fari að byggjast upp aftur."


Þegar Guðni var að spila sína síðustu leiki fyrir Bolton árið 2002 skuldaði félagið 35 milljónir punda en nú skuldar félagið 170 milljónir. Guðni segir mikið vera að í fjármálum félagsins.

„Þarna eru leikmenn ennþá sem eru kannski að þéna 20 til 30 þúsund pund í vikulaun og að liðið skuli ekki vera betra en þetta, maður skilur það ekki alveg.

„Menn hafa verið að leiða líkum að því að þarna sé einhverskonar bókhaldsleikfimi í gangi á milli félaga og eitthvað sé nú undarlegt við þetta.

„Edwin Davies, eigandinn, hefur verið að lána félaginu mikla fjármuni á vöxtum og maður á mjög bágt með að skilja að það sé í raun og veru hægt að safna upp þessum skuldum. Við vorum ekki að kaupa neina stórkostlega leikmenn og manni finnst þetta mjög skrítið."


Hægt er að hlusta á útvarpsviðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner