
Það vakti athygli í gær að Halldór Snær Georgsson stóð vaktina í marki Fjölnis þegar liðið tók á móti Gróttu í Egilshöll. Leikurinn var liður í 6. umferð Lengjudeildarinnar.
Sigurjón Daði Rúnarsson er aðalmarkvörður Fjölnis og var valinn besti leikmaður 5. umferðar hér á Fótbolti.net. Hann var á bekknum í gær.
Sigurjón Daði Rúnarsson er aðalmarkvörður Fjölnis og var valinn besti leikmaður 5. umferðar hér á Fótbolti.net. Hann var á bekknum í gær.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 2 Grótta
Úlfur Arnar Jökulsson var í viðtali eftir leik spurður út í þessa ákvörðun. Halldór er í U19 landsliðinu sem er á leið til Möltu. Hafði ákvörðunin að byrja Halldóri eitthvað með valið að gera?
„Nei. Sigurjón var að taka sveinspróf í dag og það var krefjandi verkefni. Við gáfum honum fókus í það, langur dagur í dag og tveir langir dagar framundan í viðbót hjá honum. Það er erfitt kannski að vera með hausinn á fullu í því og þurfa svo að mótivera sig í leik. Við búum bara svo vel að eiga tvo frábæra markmenn. Þetta var frábært tækifæri til að leyfa Dóra að spila."
Úlfur hefði líka viljað sjá Júlíus Mar Júlíusson í hópnum.
„Hann átti að vera þarna að mínu mati en ég ber virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og segi áfram Ísland," sagði Úlfur.
Athugasemdir