Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 09. ágúst 2022 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry: Við áttum ekki skilið að tapa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði fallbaráttuslag gegn Aftureldingu á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Þegar sex leikir eru eftir er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

Afturelding skoraði strax eftir 30 sekúndur en Þór/KA var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Perry McLachlan annar þjálfara Þórs/KA var að vonum svekktur að ná ekki að nýta það.

„Þær [Afturelding] eiga hrós skilið, þær vörðust eins og þær ættu lífið að leysa. Frammistaðan okkar var góð, bjuggum til helling af færum en náðum ekki að skora. Fengum ekki nógu mörg opin færi, þær vörðust með allar fyrir aftan boltann, við stjórnuðum leiknum og áttum meira skilið."

Perry var ánægður með tíman sem þær nýttu í EM hléinu en Þór/KA fór í æfingaferð til Tenerife.

„Þessi úrslit eftir hléið, fyrst gegn Val og svo þessi er blaut tuska í andlitið, ekki það sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir. Stelpurnar gerðu vel í dag og áttu ekki skilið að tapa en svona er fótboltinn, hann er grimmur," sagði Perry.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum í fallbaráttu, við höfum verk að vinna og höfum sex leiki til að klára það."


Athugasemdir