mán 09. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Bryndís Lára ekki meira með - Þór/KA fékk undanþágu
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, verður ekki meira með liðinu í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili vegna meiðsla.

Bryndís hefur verið mikið meidd í sumar og Þór/KA varð að bregðast við og fá nýjan markvörð fyrir leikinn gegn KR í 16. umferð í gær.

Þór/KA fékk undanþágu til að fá markvörð þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður og liðið fékk Elian Graus Domingo í sínar raðir frá Sindra.

Elian hefur leikið með Sindra í 2. deildinni í sumar en hún var í liði Þórs/KA í 4-0 tapinu gegn KR í gær.

,Bryndís er búin að vera hálf í allt sumar og þetta er búið að vera erfitt fyrir hana. Við þurftum að bregðast við því og það var líka erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að sækja sér markmann svona seint á tímabilinu og það var staðfest kl.21 í gærkvöldi að Elian kæmi. Við hittum hana fyrst í dag og það var erfitt en hún stóð sig þokkalega,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, í viðtali eftir leikinn í gær.
Arna Sif: Hittum markmanninn fyrst í dag
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner