Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   mán 09. september 2024 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Icelandair
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Þetta var leikur kjánalegra mistaka, það skemmdi fyrir okkur í fyrri hálfleiknum að lenda svona snemma undir," sagði Age Hareide þjálfari íslenska landsliðsins eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við erum ekki vanir að gera þetta en svona gerist stundum í leikjum. Við sýndum samt góðan karakter með því að koma til baka og jafna. Svo lendum við 2-1 undir og eftir það áttum við líka góðan kafla og hefðum geta jafnað. Það var okkar besti kafli í leiknum," hélt hann áfram.

„Því miður vorum við ekki nógu góðir varnarlega í dag eins og við erum vanalega. Við verðum að halda áfram að vinna í því. Það er í okkar eigin höndum næst þegar við eigum Tyrkland og Wales heima."

Lætin í stuðningsmönnum voru yfirgnæfandi í Tyrklandi í kvöld en truflaði það íslenska liðið?

Nei, alls ekki, þetta er gott andrúmsloft til að spila fótbolta í. Það skiptir engu máli. Mér fannst margir leikmenn verða þreyttir þegar leið á leikinn Við lendum alltaf í vandræðum í seinni leikjunum okkar og við verðum að reyna að leysa það."

Geturðu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum?

„Já algjörlega, karakterinn var mjög góður og þeir héldu áfram að berjast."
Athugasemdir
banner
banner