Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 09. september 2024 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Icelandair
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Þetta var leikur kjánalegra mistaka, það skemmdi fyrir okkur í fyrri hálfleiknum að lenda svona snemma undir," sagði Age Hareide þjálfari íslenska landsliðsins eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við erum ekki vanir að gera þetta en svona gerist stundum í leikjum. Við sýndum samt góðan karakter með því að koma til baka og jafna. Svo lendum við 2-1 undir og eftir það áttum við líka góðan kafla og hefðum geta jafnað. Það var okkar besti kafli í leiknum," hélt hann áfram.

„Því miður vorum við ekki nógu góðir varnarlega í dag eins og við erum vanalega. Við verðum að halda áfram að vinna í því. Það er í okkar eigin höndum næst þegar við eigum Tyrkland og Wales heima."

Lætin í stuðningsmönnum voru yfirgnæfandi í Tyrklandi í kvöld en truflaði það íslenska liðið?

Nei, alls ekki, þetta er gott andrúmsloft til að spila fótbolta í. Það skiptir engu máli. Mér fannst margir leikmenn verða þreyttir þegar leið á leikinn Við lendum alltaf í vandræðum í seinni leikjunum okkar og við verðum að reyna að leysa það."

Geturðu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum?

„Já algjörlega, karakterinn var mjög góður og þeir héldu áfram að berjast."
Athugasemdir
banner
banner