Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 09. september 2024 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Icelandair
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Þetta var leikur kjánalegra mistaka, það skemmdi fyrir okkur í fyrri hálfleiknum að lenda svona snemma undir," sagði Age Hareide þjálfari íslenska landsliðsins eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við erum ekki vanir að gera þetta en svona gerist stundum í leikjum. Við sýndum samt góðan karakter með því að koma til baka og jafna. Svo lendum við 2-1 undir og eftir það áttum við líka góðan kafla og hefðum geta jafnað. Það var okkar besti kafli í leiknum," hélt hann áfram.

„Því miður vorum við ekki nógu góðir varnarlega í dag eins og við erum vanalega. Við verðum að halda áfram að vinna í því. Það er í okkar eigin höndum næst þegar við eigum Tyrkland og Wales heima."

Lætin í stuðningsmönnum voru yfirgnæfandi í Tyrklandi í kvöld en truflaði það íslenska liðið?

Nei, alls ekki, þetta er gott andrúmsloft til að spila fótbolta í. Það skiptir engu máli. Mér fannst margir leikmenn verða þreyttir þegar leið á leikinn Við lendum alltaf í vandræðum í seinni leikjunum okkar og við verðum að reyna að leysa það."

Geturðu tekið eitthvað jákvætt úr leiknum?

„Já algjörlega, karakterinn var mjög góður og þeir héldu áfram að berjast."
Athugasemdir
banner