Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. október 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernardo fær tvær vikur til að svara fyrir sig - „Þetta er galið"
Bernardo og Mendy faðmast
Bernardo og Mendy faðmast
Mynd: Getty Images
Bernardo hefur nú tæpar tvær vikur til að svara fyrir umdeilda tístið sem hann sendi á Benjamin Mendy, liðsfélaga sinn eftir sigurleikinn gegn Watford í síðasta mánuði.

Sjá einnig: Bernardo Silva kærður fyrir tístið um Mendy

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið Bernardo frest þangað til mánudagsins 21. október til að koma með öll gögn sem hann telji hjálpa sér í málinu.

Ef Bernardo verður fundinn sekur verður hann dæmdur í sex leikja bann fyrir tístið þar sem hann líkti Mendy við súkkulaðistrákinn utan á Conguitos sælgætinu. Mendy og Pep Guardiola hafa báðir lýst yfir stuðning við Bernando og nú síðast tjáði Ruben Neves, samlandi Bernardo og leikmaður Wolves, sig um málið.

„Þetta er galið, allir sem þekkja Bernardo vita að hann er ekki einstaklingur með fordóma. Mendy sagði sjálfur að þetta væri brandari svo hvað er vandamálið?" Sagði Neves um málið

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner